Bæjarstjórn sem ekkert veit Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar 9. desember 2022 15:01 Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda. Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaður vinnustaður. Hún telur 78 starfsmenn ásamt leiðbeinendum. Út frá þekkingu og reynslu þeirra vita þau best hver þörfin er og hvað þeim vantar. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tækin sem þau nota eru af mismunandi gerðum og stærðum. Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast að því og hafa þarf í huga aðgengi fyrir alla, þar með talið hjólastóla. Núna á að setja þessa starfsemi ásamt þorpinu í samfélagsmiðstöð í blokk. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Oft er gert grín af fötluðum og oft á tíðum eru foreldrar meðvirkir. Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki megi vera með hávaða í blokk. En hvernig er það með börn? Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða? Af hverju mega þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn? Það er algjörlega út í hött. Svo er það bæjarstjórnin sem ákvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna. Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum? Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti eða? Ég held ekki. Alla veganna hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma og vera með okkur alla daga í 3 vikur og sjá hvernig starfsemin okkar er. Við skorum á bæjarstjórnina að koma og vera með okkur næstu 3 vikur frá klukkan 8 til 16 og sjá hver þörfin okkar er. Ef þið þykist vita betur skulið þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin, án allra vitundar. Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja. Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda. Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaður vinnustaður. Hún telur 78 starfsmenn ásamt leiðbeinendum. Út frá þekkingu og reynslu þeirra vita þau best hver þörfin er og hvað þeim vantar. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tækin sem þau nota eru af mismunandi gerðum og stærðum. Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast að því og hafa þarf í huga aðgengi fyrir alla, þar með talið hjólastóla. Núna á að setja þessa starfsemi ásamt þorpinu í samfélagsmiðstöð í blokk. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Oft er gert grín af fötluðum og oft á tíðum eru foreldrar meðvirkir. Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki megi vera með hávaða í blokk. En hvernig er það með börn? Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða? Af hverju mega þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn? Það er algjörlega út í hött. Svo er það bæjarstjórnin sem ákvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna. Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum? Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti eða? Ég held ekki. Alla veganna hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma og vera með okkur alla daga í 3 vikur og sjá hvernig starfsemin okkar er. Við skorum á bæjarstjórnina að koma og vera með okkur næstu 3 vikur frá klukkan 8 til 16 og sjá hver þörfin okkar er. Ef þið þykist vita betur skulið þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin, án allra vitundar. Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja. Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar