„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. desember 2022 20:49 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap. Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap.
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08