Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2022 09:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson reynir skot að marki Frakka í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. vísir/vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. Ásgeir var gestur þriðja þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ásgeir átti langan feril. Hann hóf og lauk ferlinum með Haukum en í millitíðinni lék hann í þrettán ár erlendis. Þá er hann einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Líkami Ásgeirs er lemstraður eftir rúmlega tuttugu ára feril sem handboltamaður. „Skrokkurinn er mjög slæmur í rauninni. Þegar ég kom heim var ég með mjög sterk sliteinkenni í mjöðminni. Það hefur mikil áhrif á hreyfigetuna í mjöðminni og liðleikinn í henni var nánast enginn. Þetta var orðið helvítis basl undir lokin,“ sagði Ásgeir. „Ég átti ekki tommu eftir og er rosa feginn þegar ég hætti og hefði kannski átt að gera það ári fyrr.“ Vegna mjaðmameiðslanna þarf Ásgeir að fara í mjaðmaskipti. Sú aðgerð bíður hans á næsta ári. „Ég sé ekkert eftir þessu. Ég hefði mögulega getað verið með þessi einkenni ef ég hefði verið skrifstofumaður. En mögulega kom þetta fyrr fram því ég var atvinnumaður í íþróttum. Ég er að fara að í skipta um mjöðm á næsta ári,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir öll þau áhrif sem lemstraður skrokkur hefur á daglegt líf Ásgeirs var enginn vafi í hans huga er Stefán Árni spurði hann hvort þetta hefði verið þess virði. „Já, klárt. Ég sé ekki neinu nema að kannski hefði maður stundum átt að vera skynsamari og hvíla meira. En mér fannst ég alltaf geta klárað eina æfingu í viðbót,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Bein útsending: Dregið í undankeppni HM Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Ásgeir var gestur þriðja þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ásgeir átti langan feril. Hann hóf og lauk ferlinum með Haukum en í millitíðinni lék hann í þrettán ár erlendis. Þá er hann einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Líkami Ásgeirs er lemstraður eftir rúmlega tuttugu ára feril sem handboltamaður. „Skrokkurinn er mjög slæmur í rauninni. Þegar ég kom heim var ég með mjög sterk sliteinkenni í mjöðminni. Það hefur mikil áhrif á hreyfigetuna í mjöðminni og liðleikinn í henni var nánast enginn. Þetta var orðið helvítis basl undir lokin,“ sagði Ásgeir. „Ég átti ekki tommu eftir og er rosa feginn þegar ég hætti og hefði kannski átt að gera það ári fyrr.“ Vegna mjaðmameiðslanna þarf Ásgeir að fara í mjaðmaskipti. Sú aðgerð bíður hans á næsta ári. „Ég sé ekkert eftir þessu. Ég hefði mögulega getað verið með þessi einkenni ef ég hefði verið skrifstofumaður. En mögulega kom þetta fyrr fram því ég var atvinnumaður í íþróttum. Ég er að fara að í skipta um mjöðm á næsta ári,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir öll þau áhrif sem lemstraður skrokkur hefur á daglegt líf Ásgeirs var enginn vafi í hans huga er Stefán Árni spurði hann hvort þetta hefði verið þess virði. „Já, klárt. Ég sé ekki neinu nema að kannski hefði maður stundum átt að vera skynsamari og hvíla meira. En mér fannst ég alltaf geta klárað eina æfingu í viðbót,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Bein útsending: Dregið í undankeppni HM Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00