Handbolti

Ómar Ingi og Gísli Þor­geir allt í öllu hjá Mag­deburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik kvöldsins.
Gísli Þorgeir í leik kvöldsins. Twitter@ehfcl

Íslenska tvíeykið var einfaldlega óstöðvandi þegar Magdeburg lagði Danmerkurmeistara GOG í Meistaradeild Evrópu í handbolta með tveggja marka mun, 36-43. Samtals skoruðu Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 mörk og gáfu 7 stoðsendingar.

Magdeburg tók á móti öflugu liði GOG í Meistaradeildinni í kvöld og þrátt fyrir að vera alltaf skrefi á undan tókst Þýskalandsmeisturunum aldrei að stinga Danina af. Staðan í hálfleik var 21-18 Magdeburg í vil en þegar flautað var til leiksloka var munurinn aðeins tvö mörk, 36-34.

Segja má að íslenska tvíeykið Ómar Ingi og Gísli Þorgeir hafi borið af í liði Magdeburg. Ómar Ingi gerði sér lítið fyrir og var markahæstur allra á vellinum með 11 mörk ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Gísli Þorgeir kom þar á eftir í liði heimamanna með 8 mörk og 2 stoðsendingar.

Magdeburg er í 3. sæti A-riðils með 12 stig, fjórum stigum minna en topplið París Saint-Germain.

Þá komst Orri Freyr Þorkelsson ekki á blað í þriggja marka tapi Elverum gegn Celje, 29-26. Elverum er á botni B-riðils Meistaradeildarinnar með tvö stig.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.