Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 19:21 Haukur Þrastarson meiddist illa á hné haustið 2020 og var frá í rúmlega ár vegna meiðslanna. EPA-EFE/GEIR OLSEN NORWAY OUT Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu. Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn