Það þarf ekki alltaf að vera bíll Björn Teitsson og Hjalti Már Björnsson skrifa 7. desember 2022 09:31 Byrjum þetta á léttu nótunum. Ímyndum okkur að ný matvara sé kynnt til leiks, gómsæt og seðjandi sem allt fólk þráir að prófa. Við getum ímyndað okkur að um sé að ræða nýja tegund af íspinna. Framleiðendur hans lofa neytendum ennfremur að hann auki hamingju og frelsistilfinningu. Íspinninn lofar góðu, um 75% Íslendinga maula hann upp á hvern einasta dag. En hann er kostnaðarsamur, svo mjög að hann verður skyndilega annar stærsti útgjaldaliður heimila í landinu. Einnig kemur í ljós að hann eykur hvorki hamingju, né frelsistilfinningu. Raunar þvert á móti, þá eykur íspinninn kvíða og fólk upplifir jafnvel innilokunarkennd þegar það kjamsar á honum. Þá eru dauðsföllin. Á hverju ári deyja milli 10 og 20 Íslendingar skyndilega á meðan íspinninn er borðaður. Um 60-80 til viðbótar deyja svo vegna sjúkdóma sem hann veldur í öndunarfærum. Hátt í 200 aðrir veikjast mjög skyndilega, svo alvarlega að leita þarf á sjúkrahús þar sem framkvæmda þarf lífsbjargandi aðgerðir. Mikla endurhæfingu þarf í þeim tilfellum til að ná aftur fullri heilsu, ef það er á annað borð mögulegt - sem er alls ekki alltaf. Þá er spurningin, ætti ekki að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr neyslu á þessum íspinna? Væri hún ekki einfaldlega bönnuð? Færa mætti rök fyrir því að slík vara sé til, og er samfélagslega samþykkt. Áfengi. En varla verður áfengi bannað. En við sammælumst þó um að reyna að takmarka aðgengi að því, minnka áfengisneysluna, því við vitum að hún er óholl. Það þarf ekki alltaf að vera vín. Heilbrigðisþing um lýðheilsu Þann 10. nóvember síðastliðinn fór fram árlegt Heilbrigðisþing, sem var í þetta sinn helgað lýðheilsu. Þar var sérstaklega rætt um hið svokallaða velsældarhagkerfi (e. well-being economy) en íslensk stjórnvöld ætla sér að vera þar í fremstu röð meðal þjóða. Um það er ekkert nema gott að segja. En um hvað snýst velsældarhagkerfið? Í stuttu máli um að auka velferð, velsæld. Mannlega, félagslega, umhverfislega og efnahagslega velsæld meðal þjóðarinnar. Lykilþáttur til að ná þessum markmiðum er að rík fjárfesting ríkis, sveitarfélaga og einkageirans í velsældarvistkerfinu (well-being ecosystem), eins og Chris Brown, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, útskýrði svo vel á áðurnefndu Heilbrigðisþingi. Til að útskýra velsældarvistkerfið betur, þá snýst það um fjárfestingar til að ná fram 1) meiri loftgæðum, 2) bættu aðgengi að almenningssamgöngum, 3) virku grænu hagkerfi, 4) vandaðri borgarhönnun sem tryggir aðgengi að grænum svæðum. Getum tikkað í öll box Þá er tími til að ávarpa íspinnann, þá augljósu heilbrigðisvá sem minnst var á í byrjun. Þar var engu logið um heilsufarslegar afleiðingar bíla á Íslandi og allar tölur byggðar á slysatölum Samgöngustofu, sem og rannsóknum á áhrifum svifryks og annarrar bílamengunar á öndunarfæri mannfólks. Loftmengun af völdum bílaumferðar er ein helsta heilbrigðisógn samtímans og þá er ónefnd hljóðmengunin, en skaðleg áhrif hennar koma sífellt betur í ljós. Á Heilbrigðisþingi var annars ekkert minnst á þessa heilbrigðisvá sem hangir yfir okkur á hverjum degi, né heldur er minnst á hana í lýðheilsustefnu til ársins 2030, sem samþykkt var á Alþingi árið 2021. Nú er ekki verið að mæla með því að bílar séu bannaðir, alls ekki, ekki frekar en vín. En með því að minnka akstur og fækka bílum í umferðinni getum við tikkað í öll box velsældarvistkerfisins. Með því að tryggja vandaða borgarhönnun, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, með virku grænu hagkerfi, fáum við að lokum hreinna loft. Við öðlumst betri heilsu. Það þarf ekki alltaf að vera vín. Og það þarf ekki alltaf að vera bíll. Engin ástæða til að neyða fólk til neins Á undanförnum árum hefur Maskína framkvæmt ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið. Ef rýnt er í niðurstöður frá árunum 2018-2021 kemur í ljós að því fólki sem ferðast um á einkabíl fer lítillega fjölgandi ef eitthvað er, eða um 74,7%. Þetta er þveröfug þróun við það sem er að gerast í helstu bæjum og borgum sem við berum okkur saman við á Norðurlöndum. Ef betur er að gáð, má þó gleðjast yfir niðurstöðum spurningarinnar um hvernig fólk myndi helst vilja ferðast til vinnu eða skóla. Þar kemur í ljós að aðeins rúmlega 46% myndu helst vilja ferðast á einkabíl, um 18% á reiðhjóli, um 18% fótgangandi og um 9% með Strætó. Þessi spurning er afar mikilvæg því hún endurspeglar vilja fólksins, hvernig því þætti best að ferðast ef aðstæður væru fyrir hendi. Ef höfuðborgarsvæðið myndi bjóða upp á nægilega öruggar og skilvirkar leiðir til að nýta þessa ferðamáta. Mætti því segja að tæplega 30% íbúa höfuðborgarsvæðsins neyðast til að ferðast til og frá vinnu í einkabíl, án þess að raunverulega vilja það. Engin aðgerð betri fyrir lýðheilsu Að bjóða upp á vandað borgarumhverfi og gott úrval vistvænna ferðamáta (almenningssamgöngur, hjóla, ganga) er besta mögulega lýðheilsuaðgerð sem völ er á. Ekki eingöngu til að takmarka skaðleg áhrif borgarumhverfis sem er hannað utan um einkabíl, heldur er heilsufarslegur ávinningur annarra ferðamáta en bíls umtalsverður, svo ekki sé meira sagt. Það á til dæmis við um andlega heilsu, beinlínis um hamingju. Í rannsókn sem framkvæmd var í Portland í Bandaríkjunum um andleg áhrif mismunandi ferðamáta kom í ljós að ferðir til og frá vinnu/skóla með einkabíl skiluðu fólki engri hamingju. Fólk leit beinlínis á bílferðirnar sem verstu stundir dagsins. Fólk sem hjólaði hins vegar, upplifði mikla hamingju á sinni leið. Upplifði jafnvel hamingjusömustu stundir dagsins. Hamingja er lykilbreyta í góðri lýðheilsu. Ef við skoðum heilsuhagfræðilega rannsókn á kostum reiðhjóls (eða rafhjóls) sem ferðamáta, sem unnin var í Hollandi árið 2015, kemur í ljós að áhersla hollenskra stjórnvalda á vandaða hjólainnviði skilar margfalt til baka. Talið er að þannig sé hægt að bjarga 6500 mannslífum á hverju ári, líf sem annars hefðu tapast í slysum eða vegna lífsstílstengdra sjúkdóma. Í Hollandi eru um 27% allra ferða farnar á reiðhjóli - en hlutfallið er mun hærra í stærri þéttbýlisstöðum. Það eru um 30 mannslíf á hverja 100.000 íbúa sem er þar með bjargað. Lífslíkur Hollendinga aukast um að meðaltali hálft ár vegna hjólreiða en auk þess haldast full lífsgæði lengur, fólk er sumsé hraustara þegar kemur á efri ár. Efnahagslega skilar áhersla Hollendinga á hjólreiðar um 19 milljörðum evra í tekjur, meðal annars í formi bættrar lýðheilsu. Hvað getum við gert? Við fögnum því að Heilbrigðisþing 2022 hafi sett bætta lýðheilsu á oddinn. Betri lýðheilsa eykur lífsgæði okkar og minnkar um leið álag á heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðila. Um leið söknum við þess að engin umræða hafi farið fram um þátt vandaðs borgarumhverfis og notkunar á vistvænum ferðamátum í stað einkabíls. Sá þáttur einfaldlega of stór og of skaðlegur lýðheilsu til að hægt sé að sópa honum undir teppið, aftur og aftur. Heilbrigðisyfirvöld, ráðherra sem og Embætti landlæknis, verða að láta í sér heyra. Til skemmri tíma er nefnilega hægt að gera ýmislegt, til að auðvelda þeim fjölmörgu sem vilja að nota frekar aðra ferðamáta en einkabíl. Þá er hægt að fjölga enn frekari í hópi þeirra sem kjósa vistvæna samgöngumáta með því umbuna fólki með hagstæðari samgöngusamningum, veita ríflegri skattaafslætti til rafhjólakaupa, að lækka hámarkshraða bílaumferðar og auka umferðareftirlit lögreglu. Hafa þarf í huga að hraði bíla og hávaðinn frá þeim er ekki aðeins hættulegur heilsunni, hraðinn og hávaðinn hafa einnig fælandi áhrif á fólk sem myndi ef til vill ganga eða hjóla. Þetta á ekki síst við um börn. Hægt er að veita sveitarfélögum leyfi til að takmarka umferð á dögum sem svifryksmengun fer yfir hættumörk og veita skattaafslátt á heilsársdekk, að tryggja strætisvögnum sérrými á stofnbrautum og það er hægt að styðja betur við rekstur Strætó til að tryggja betri tíðni. Það er hægt að skapa öruggara umhverfi fyrir fólk sem hjólar með bættri þjónustu á hjólastígum, svo ekki sé minnst á með því að setja upp fleiri yfirbyggð hjólastæði við vinnustaði og skóla. Það er hægt að innheimta bílastæðagjöld á lóðum stofnana ríkis og sveitarfélaga sem endurspegla raunverulegt virði landnotkunar. Þetta er allt saman hægt að gera á svo til einum degi. Til lengri tíma mælum við með því að stjórnvöld og einkaaðilar horfi til velsældarvistkerfisins og leggi áherslu á og fjárfesti í vandaðri borgarhönnun, til að tryggja okkur stærri græn svæði þar sem við erum örugg fyrir bílaumferð, aðgengi að almenningssamgöngum og raunverulegt grænt hagkerfi. Hættum að neyða fólk í einkabíla. Það er ekki bara efnahagslega skynsamlegasta leiðin, það er besta leiðin að bættri lýðheilsu til framtíðar. Björn Teitsson, M.Sc.-nemi í borgarfræðum Hjalti Már Björnsson, læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Bílar Samgöngur Loftgæði Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Byrjum þetta á léttu nótunum. Ímyndum okkur að ný matvara sé kynnt til leiks, gómsæt og seðjandi sem allt fólk þráir að prófa. Við getum ímyndað okkur að um sé að ræða nýja tegund af íspinna. Framleiðendur hans lofa neytendum ennfremur að hann auki hamingju og frelsistilfinningu. Íspinninn lofar góðu, um 75% Íslendinga maula hann upp á hvern einasta dag. En hann er kostnaðarsamur, svo mjög að hann verður skyndilega annar stærsti útgjaldaliður heimila í landinu. Einnig kemur í ljós að hann eykur hvorki hamingju, né frelsistilfinningu. Raunar þvert á móti, þá eykur íspinninn kvíða og fólk upplifir jafnvel innilokunarkennd þegar það kjamsar á honum. Þá eru dauðsföllin. Á hverju ári deyja milli 10 og 20 Íslendingar skyndilega á meðan íspinninn er borðaður. Um 60-80 til viðbótar deyja svo vegna sjúkdóma sem hann veldur í öndunarfærum. Hátt í 200 aðrir veikjast mjög skyndilega, svo alvarlega að leita þarf á sjúkrahús þar sem framkvæmda þarf lífsbjargandi aðgerðir. Mikla endurhæfingu þarf í þeim tilfellum til að ná aftur fullri heilsu, ef það er á annað borð mögulegt - sem er alls ekki alltaf. Þá er spurningin, ætti ekki að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr neyslu á þessum íspinna? Væri hún ekki einfaldlega bönnuð? Færa mætti rök fyrir því að slík vara sé til, og er samfélagslega samþykkt. Áfengi. En varla verður áfengi bannað. En við sammælumst þó um að reyna að takmarka aðgengi að því, minnka áfengisneysluna, því við vitum að hún er óholl. Það þarf ekki alltaf að vera vín. Heilbrigðisþing um lýðheilsu Þann 10. nóvember síðastliðinn fór fram árlegt Heilbrigðisþing, sem var í þetta sinn helgað lýðheilsu. Þar var sérstaklega rætt um hið svokallaða velsældarhagkerfi (e. well-being economy) en íslensk stjórnvöld ætla sér að vera þar í fremstu röð meðal þjóða. Um það er ekkert nema gott að segja. En um hvað snýst velsældarhagkerfið? Í stuttu máli um að auka velferð, velsæld. Mannlega, félagslega, umhverfislega og efnahagslega velsæld meðal þjóðarinnar. Lykilþáttur til að ná þessum markmiðum er að rík fjárfesting ríkis, sveitarfélaga og einkageirans í velsældarvistkerfinu (well-being ecosystem), eins og Chris Brown, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, útskýrði svo vel á áðurnefndu Heilbrigðisþingi. Til að útskýra velsældarvistkerfið betur, þá snýst það um fjárfestingar til að ná fram 1) meiri loftgæðum, 2) bættu aðgengi að almenningssamgöngum, 3) virku grænu hagkerfi, 4) vandaðri borgarhönnun sem tryggir aðgengi að grænum svæðum. Getum tikkað í öll box Þá er tími til að ávarpa íspinnann, þá augljósu heilbrigðisvá sem minnst var á í byrjun. Þar var engu logið um heilsufarslegar afleiðingar bíla á Íslandi og allar tölur byggðar á slysatölum Samgöngustofu, sem og rannsóknum á áhrifum svifryks og annarrar bílamengunar á öndunarfæri mannfólks. Loftmengun af völdum bílaumferðar er ein helsta heilbrigðisógn samtímans og þá er ónefnd hljóðmengunin, en skaðleg áhrif hennar koma sífellt betur í ljós. Á Heilbrigðisþingi var annars ekkert minnst á þessa heilbrigðisvá sem hangir yfir okkur á hverjum degi, né heldur er minnst á hana í lýðheilsustefnu til ársins 2030, sem samþykkt var á Alþingi árið 2021. Nú er ekki verið að mæla með því að bílar séu bannaðir, alls ekki, ekki frekar en vín. En með því að minnka akstur og fækka bílum í umferðinni getum við tikkað í öll box velsældarvistkerfisins. Með því að tryggja vandaða borgarhönnun, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, með virku grænu hagkerfi, fáum við að lokum hreinna loft. Við öðlumst betri heilsu. Það þarf ekki alltaf að vera vín. Og það þarf ekki alltaf að vera bíll. Engin ástæða til að neyða fólk til neins Á undanförnum árum hefur Maskína framkvæmt ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið. Ef rýnt er í niðurstöður frá árunum 2018-2021 kemur í ljós að því fólki sem ferðast um á einkabíl fer lítillega fjölgandi ef eitthvað er, eða um 74,7%. Þetta er þveröfug þróun við það sem er að gerast í helstu bæjum og borgum sem við berum okkur saman við á Norðurlöndum. Ef betur er að gáð, má þó gleðjast yfir niðurstöðum spurningarinnar um hvernig fólk myndi helst vilja ferðast til vinnu eða skóla. Þar kemur í ljós að aðeins rúmlega 46% myndu helst vilja ferðast á einkabíl, um 18% á reiðhjóli, um 18% fótgangandi og um 9% með Strætó. Þessi spurning er afar mikilvæg því hún endurspeglar vilja fólksins, hvernig því þætti best að ferðast ef aðstæður væru fyrir hendi. Ef höfuðborgarsvæðið myndi bjóða upp á nægilega öruggar og skilvirkar leiðir til að nýta þessa ferðamáta. Mætti því segja að tæplega 30% íbúa höfuðborgarsvæðsins neyðast til að ferðast til og frá vinnu í einkabíl, án þess að raunverulega vilja það. Engin aðgerð betri fyrir lýðheilsu Að bjóða upp á vandað borgarumhverfi og gott úrval vistvænna ferðamáta (almenningssamgöngur, hjóla, ganga) er besta mögulega lýðheilsuaðgerð sem völ er á. Ekki eingöngu til að takmarka skaðleg áhrif borgarumhverfis sem er hannað utan um einkabíl, heldur er heilsufarslegur ávinningur annarra ferðamáta en bíls umtalsverður, svo ekki sé meira sagt. Það á til dæmis við um andlega heilsu, beinlínis um hamingju. Í rannsókn sem framkvæmd var í Portland í Bandaríkjunum um andleg áhrif mismunandi ferðamáta kom í ljós að ferðir til og frá vinnu/skóla með einkabíl skiluðu fólki engri hamingju. Fólk leit beinlínis á bílferðirnar sem verstu stundir dagsins. Fólk sem hjólaði hins vegar, upplifði mikla hamingju á sinni leið. Upplifði jafnvel hamingjusömustu stundir dagsins. Hamingja er lykilbreyta í góðri lýðheilsu. Ef við skoðum heilsuhagfræðilega rannsókn á kostum reiðhjóls (eða rafhjóls) sem ferðamáta, sem unnin var í Hollandi árið 2015, kemur í ljós að áhersla hollenskra stjórnvalda á vandaða hjólainnviði skilar margfalt til baka. Talið er að þannig sé hægt að bjarga 6500 mannslífum á hverju ári, líf sem annars hefðu tapast í slysum eða vegna lífsstílstengdra sjúkdóma. Í Hollandi eru um 27% allra ferða farnar á reiðhjóli - en hlutfallið er mun hærra í stærri þéttbýlisstöðum. Það eru um 30 mannslíf á hverja 100.000 íbúa sem er þar með bjargað. Lífslíkur Hollendinga aukast um að meðaltali hálft ár vegna hjólreiða en auk þess haldast full lífsgæði lengur, fólk er sumsé hraustara þegar kemur á efri ár. Efnahagslega skilar áhersla Hollendinga á hjólreiðar um 19 milljörðum evra í tekjur, meðal annars í formi bættrar lýðheilsu. Hvað getum við gert? Við fögnum því að Heilbrigðisþing 2022 hafi sett bætta lýðheilsu á oddinn. Betri lýðheilsa eykur lífsgæði okkar og minnkar um leið álag á heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðila. Um leið söknum við þess að engin umræða hafi farið fram um þátt vandaðs borgarumhverfis og notkunar á vistvænum ferðamátum í stað einkabíls. Sá þáttur einfaldlega of stór og of skaðlegur lýðheilsu til að hægt sé að sópa honum undir teppið, aftur og aftur. Heilbrigðisyfirvöld, ráðherra sem og Embætti landlæknis, verða að láta í sér heyra. Til skemmri tíma er nefnilega hægt að gera ýmislegt, til að auðvelda þeim fjölmörgu sem vilja að nota frekar aðra ferðamáta en einkabíl. Þá er hægt að fjölga enn frekari í hópi þeirra sem kjósa vistvæna samgöngumáta með því umbuna fólki með hagstæðari samgöngusamningum, veita ríflegri skattaafslætti til rafhjólakaupa, að lækka hámarkshraða bílaumferðar og auka umferðareftirlit lögreglu. Hafa þarf í huga að hraði bíla og hávaðinn frá þeim er ekki aðeins hættulegur heilsunni, hraðinn og hávaðinn hafa einnig fælandi áhrif á fólk sem myndi ef til vill ganga eða hjóla. Þetta á ekki síst við um börn. Hægt er að veita sveitarfélögum leyfi til að takmarka umferð á dögum sem svifryksmengun fer yfir hættumörk og veita skattaafslátt á heilsársdekk, að tryggja strætisvögnum sérrými á stofnbrautum og það er hægt að styðja betur við rekstur Strætó til að tryggja betri tíðni. Það er hægt að skapa öruggara umhverfi fyrir fólk sem hjólar með bættri þjónustu á hjólastígum, svo ekki sé minnst á með því að setja upp fleiri yfirbyggð hjólastæði við vinnustaði og skóla. Það er hægt að innheimta bílastæðagjöld á lóðum stofnana ríkis og sveitarfélaga sem endurspegla raunverulegt virði landnotkunar. Þetta er allt saman hægt að gera á svo til einum degi. Til lengri tíma mælum við með því að stjórnvöld og einkaaðilar horfi til velsældarvistkerfisins og leggi áherslu á og fjárfesti í vandaðri borgarhönnun, til að tryggja okkur stærri græn svæði þar sem við erum örugg fyrir bílaumferð, aðgengi að almenningssamgöngum og raunverulegt grænt hagkerfi. Hættum að neyða fólk í einkabíla. Það er ekki bara efnahagslega skynsamlegasta leiðin, það er besta leiðin að bættri lýðheilsu til framtíðar. Björn Teitsson, M.Sc.-nemi í borgarfræðum Hjalti Már Björnsson, læknir
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun