Húrra fyrir evrópskri kvikmyndagerð! Hrönn Marinósdóttir skrifar 5. desember 2022 15:01 Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun