Skellt í lás í Siglunesi? – Tengsl barna og náttúru í höfuðborg Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar 5. desember 2022 07:30 Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siglingaíþróttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun