Orðum fylgir ábyrgð Sigrún Arnardóttir skrifar 1. desember 2022 08:01 Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun