RavlE lipur á rifflinum

Snorri Rafn Hallsson skrifar
RavlE

Fyrri leikur liðanna fór fram í Nuke og höfðu Bjarni og félagar í Atlantic betur eftir þrefalda framlengingu, 25–22. Aftur lá leiðin að kjarnorkuverinu í þetta sinn og hóf Fylkir leikinn í vörn eftir að Eiki47 tók út 4 andstæðinga í hnífalotunni.

Atlantic hóf hins vegar leikinn af krafti í sókninni og krækti í fyrstu fimm loturnar í leiknum. Bl1ck og Bjarni voru fremstir í flokki en lítið sást til Ravle í þessari runu.

Fylkir komst loks á blað í 6. lotu í kjölfar góðrar opnunar frá LeFluff og tvöfaldrar fellur frá Vikka, en Atlantic hafði enn stjórnina á leiknum með beittum sóknum á sprengjusvæðin og RavlE var farinn að láta finna fyrir sér á rifflinum.

Staða í hálfleik: Atlantic 11 – 4 Fylkir

Atlantic átti ekki langt í land þegar síðari hálfleikur gekk í garð. Liðið nældi sér auðveldlega í skammbyssulotuna og næstu tvær eftir það og var staðan þá orðin 14–4. Fylkir veitti örlitla viðspyrnu í lotunum þar á eftir en réðu ekki við toppliðið. RavlE var með 9 fellur í síðustu fjórum lotunum þar sem hann hélt á vappanum en Bjarni innsiglaði sigurinn í 23. lotu með fellu á Gvend.

Lokastaða: Atlantic 16 – 7 Fylkir

Næstu leikir liðanna:

  • LAVA – Atlantic, fimmtudaginn 8/12, kl. 19:30
  • TEN5ION – Fylkir, fimmtudaginn 8/12, kl. 21:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu

Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Eiki47 í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira