Handbolti

Valskonur áfram með fullt hús stiga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lilja Ágústsdóttir var markahæst að Hlíðarenda í dag.
Lilja Ágústsdóttir var markahæst að Hlíðarenda í dag. Vísir/Hulda Margrét

Valur trónir á toppi Olísdeildarinnar í handbolta og styrkti stöðu sína með tveggja marka sigri á KA/Þór að Hlíðarenda í dag.

Valur vann leikinn 28-26 en heimakonur leiddu leikinn langstærstan hluta hans. Lilja Ágústsdóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk og Thea Imani Sturludóttir kom næst með sex mörk.

Lydía Gunnþórsdóttir var atkvæðamest í liði Norðankvenna með átta mörk.

Á sama tíma vann Stjarnan afar öruggan níu marka sigur á Selfossi, 24-33, þar sem Garðabæjarliðið hafði töluverða yfirburði frá upphafi til enda.

Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk en Katla María Magnúsdóttir gerði sjö mörk fyrir Selfoss.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.