Styrkleikar eru öflugt verkfæri Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 17. nóvember 2022 08:00 Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ingrid Kuhlman Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun