Landsliðskonurnar okkar sáu Brady spila, vinna og setja met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 13:01 Tom Brady var kátur á blaðamananfundi eftir sigur Tampa Bay Buccaneers. Getty/Sebastian Widmann Allt snerist um NFL-deildina í München í gær þegar þar var spilaður í fyrsta sinn leikur í NFL-deildinni á þýskri grundu. Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira