Höfuðborg hárra skatta Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2022 10:01 Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun