Þrjátíu og tvær stundir eða fjögurra daga vinnuvika Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. nóvember 2022 09:30 Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun