Dalabyggð – samfélag í sókn Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Nýsköpun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun