Öll börn gera vel ef þau geta Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 09:30 Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun