Er barnið mitt gerandi í einelti? Sindri Viborg skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar