Úr einum vasa í annan Jóna Torfadóttir skrifar 6. nóvember 2022 15:00 Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun