Úr einum vasa í annan Jóna Torfadóttir skrifar 6. nóvember 2022 15:00 Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar