„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 11:15 Arnar Pétursson er landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Skjáskot Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Sjá meira
Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Sjá meira