Flóttamannavandinn á Íslandi er skáldskapur (öfga) hægri manna Jón Frímann Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 18:01 Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki. Staðreyndin er að það er enginn vandi vegna flóttamanna á Íslandi. Þeir sem flýja frá stríðinu í Úkraínu fá afgreiðslu án vandamála en eru samt teknir með í tölur um flóttamenn á Íslandi. Þannig er nefnilega hægt að ljúga án þess að ljúga til um stöðu mála varðandi flóttamenn. Það tekur fólk mánuði og jafnvel ár að komast til Íslands í gegnum flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og því kemur fólk til Íslands í mikilli örvæntingu upp á von um að fá að vera hérna. Á Íslandi er núna öfga-hægri stjórn ríkisstjórn sett saman úr þremur öfga-hægri stjórnmálaflokkum. Þetta hefur allt saman fasistalegt yfirbragð, þó svo að glanshúðin ofan á segi annað en það er bara skáldskapur og lygi eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Dómsmálaráðherra er eldri maður sem hatar útlendinga, er illa menntaður, dottinn úr samfélaginu og úr tengslum við raunveruleikann (þetta sést). Dómsmálaráðherra braut lög þegar hann skipaði Útlendingastofnun að virða kröfur Alþingis að vettugi og neita að láta Alþingi fá nauðsynleg gögn svo að útlendingar gætu fengið íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Í öðrum ríkjum en Íslandi hefði dómsmálaráðherra sætt rannsókn eftir afsögn og síðan sætt fangelsisdómi og vísun af Alþingi með skömm. Ísland er hinsvegar gjörspillt, fast í kolrugluðum áróðri hægri manna um heiminn í kringum Ísland sem er aldrei í samræmi við raunveruleikann. Ísland er ekki einu sinni vinsælt ríki og flestir af þeim flóttamönnum sem eru stöðvaðir á Íslandi eru á leiðinni til Kanada eða Bandaríkjanna til þess að sækja um stöðu flóttamanns þar. Íslensk stjórnvöld komust upp á lagið að misnota dyflinarreglugerðina til þess að vísa fólki frá Íslandi. Þar sem Ísland er staðsett eins langt frá siðmenningu og mögulega er hægt er að finna nokkurt ríki af þessari stærð. Þá er ekki möguleiki fyrir flóttamenn að komast til Íslands beint. Fólk sem kemur til Íslands til þess að sækja um stöðu flóttamanns, þarf alltaf að fara í gengum annað ríki. Á þessu eru engar undantekningar. Tölurnar eru þessar, samkvæmt minni bestu þekkingu og eftir því sem best finn þær á internetinu (heimildir neðst). Allt árið 2020 þá voru gefin út á Íslandi 630 dvalarleyfi. Árið 2019 voru dvalarleyfin 531 og síðan árið 2018 voru dvalarleyfin aðeins 294. Þetta er allt saman og varla nokkurt neyðarástand í þessum málaflokki. Þó svo að hægri menn láti eins og svo sé til þess að fiska eftir atkvæðum í rotnun þjóðernishyggju og útlendingahaturs. Staðan í málaflokki flóttamanna er slæmt. Það kemur til vegna lítils fjármagns, slæms skipulags og síðan stjórnvalda sem eru stöðugt að blása upp útlendingahatur í fjölmiðlum með því að tala um slæma stöðu þessa fólks og setja það á staði þar sem þessu fólki eru allar bjargir bannaðar. Þetta er hægt að laga og þarf bara viljann til þess og fjármagn. Hjá íslenskum stjórnvöldum í dag skortir bæði. Núna eru stjórnvöld á Íslandi farin að stunda stórfelld mannréttindabrot með því að vísa fólki til Grikklands, þar sem það er ekki með landvistarleyfi og koma þannig í veg fyrir að það geti gefið skýrslu fyrir dómi á Íslandi í máli sem íslenska ríkið er mjög líklegt til þess að tapa. Íslendingar ættu að fara að spurja sig að ef íslensk stjórnvöld eru til í að koma svona fram við flóttamenn. Hvort að íslensk stjórnvöld séu til í að gera svona gagnvart íslenskum ríkisborgurum ef röskun verður á stöðu mála á Íslandi varðandi stöðu lýðræðis og réttarfars. Hvernig stjórnvöld eru til í að fara með réttindalausa flóttamenn er sterk vísbending um það hvernig stjórnvöld eru tilbúin að fara með borgara ef þau mögulega komast upp með það. Það er ljóst og hefur alltaf verið ljóst að það er mannréttindabrot að koma í veg fyrir með lögregluvaldi að fólk geti borið mál sitt fyrir dómi. Það stendur í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest og gildir sem lög á Íslandi að allir eiga rétt á að koma með mál sitt fyrir hlutlausum dómstóli. Það er verið að brjóta núna í málinu í Hafnarfirði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á að segja af sér embætti og víkja af Alþingi íslendinga og aðrir ráðherrar sem tengjast málaflokki flóttafólks. Hann og aðrir eru ekki hæfir til þess að sinna þessu starfi vegna vanþekkingar, rasisma og útlendingahaturs. Síðan ætti öll ríkisstjórn Íslands að segja af sér og boða til kosninga í kjölfarið. Enda er ekki stætt að íslendingar séu með ríkisstjórn sem er stórfelldur lögbrjótur á mannréttindi fólks, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk komið frá öðrum ríkjum heimsins. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Heimildir https://www.mcc.is/fagfolk/flottafolk-a-islandi/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/mannrettindasattmali-evropu/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html https://www.visir.is/g/20222333503d/hand-tekin-og-visad-ur-landi-an-nokkurs-fyrir-vara-thratt-fyrir-veikindi https://kjarninn.is/frettir/dregid-ur-komum-ukrainskra-flottamanna-fraflaedisvandi-eykst-i-busetuurraedum/ (Júní 2022) https://www.ruv.is/frett/2022/11/02/segir-adgerdir-gegn-fimm-manna-fjolskyldu-omannudlegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Jón Frímann Jónsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki. Staðreyndin er að það er enginn vandi vegna flóttamanna á Íslandi. Þeir sem flýja frá stríðinu í Úkraínu fá afgreiðslu án vandamála en eru samt teknir með í tölur um flóttamenn á Íslandi. Þannig er nefnilega hægt að ljúga án þess að ljúga til um stöðu mála varðandi flóttamenn. Það tekur fólk mánuði og jafnvel ár að komast til Íslands í gegnum flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og því kemur fólk til Íslands í mikilli örvæntingu upp á von um að fá að vera hérna. Á Íslandi er núna öfga-hægri stjórn ríkisstjórn sett saman úr þremur öfga-hægri stjórnmálaflokkum. Þetta hefur allt saman fasistalegt yfirbragð, þó svo að glanshúðin ofan á segi annað en það er bara skáldskapur og lygi eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Dómsmálaráðherra er eldri maður sem hatar útlendinga, er illa menntaður, dottinn úr samfélaginu og úr tengslum við raunveruleikann (þetta sést). Dómsmálaráðherra braut lög þegar hann skipaði Útlendingastofnun að virða kröfur Alþingis að vettugi og neita að láta Alþingi fá nauðsynleg gögn svo að útlendingar gætu fengið íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Í öðrum ríkjum en Íslandi hefði dómsmálaráðherra sætt rannsókn eftir afsögn og síðan sætt fangelsisdómi og vísun af Alþingi með skömm. Ísland er hinsvegar gjörspillt, fast í kolrugluðum áróðri hægri manna um heiminn í kringum Ísland sem er aldrei í samræmi við raunveruleikann. Ísland er ekki einu sinni vinsælt ríki og flestir af þeim flóttamönnum sem eru stöðvaðir á Íslandi eru á leiðinni til Kanada eða Bandaríkjanna til þess að sækja um stöðu flóttamanns þar. Íslensk stjórnvöld komust upp á lagið að misnota dyflinarreglugerðina til þess að vísa fólki frá Íslandi. Þar sem Ísland er staðsett eins langt frá siðmenningu og mögulega er hægt er að finna nokkurt ríki af þessari stærð. Þá er ekki möguleiki fyrir flóttamenn að komast til Íslands beint. Fólk sem kemur til Íslands til þess að sækja um stöðu flóttamanns, þarf alltaf að fara í gengum annað ríki. Á þessu eru engar undantekningar. Tölurnar eru þessar, samkvæmt minni bestu þekkingu og eftir því sem best finn þær á internetinu (heimildir neðst). Allt árið 2020 þá voru gefin út á Íslandi 630 dvalarleyfi. Árið 2019 voru dvalarleyfin 531 og síðan árið 2018 voru dvalarleyfin aðeins 294. Þetta er allt saman og varla nokkurt neyðarástand í þessum málaflokki. Þó svo að hægri menn láti eins og svo sé til þess að fiska eftir atkvæðum í rotnun þjóðernishyggju og útlendingahaturs. Staðan í málaflokki flóttamanna er slæmt. Það kemur til vegna lítils fjármagns, slæms skipulags og síðan stjórnvalda sem eru stöðugt að blása upp útlendingahatur í fjölmiðlum með því að tala um slæma stöðu þessa fólks og setja það á staði þar sem þessu fólki eru allar bjargir bannaðar. Þetta er hægt að laga og þarf bara viljann til þess og fjármagn. Hjá íslenskum stjórnvöldum í dag skortir bæði. Núna eru stjórnvöld á Íslandi farin að stunda stórfelld mannréttindabrot með því að vísa fólki til Grikklands, þar sem það er ekki með landvistarleyfi og koma þannig í veg fyrir að það geti gefið skýrslu fyrir dómi á Íslandi í máli sem íslenska ríkið er mjög líklegt til þess að tapa. Íslendingar ættu að fara að spurja sig að ef íslensk stjórnvöld eru til í að koma svona fram við flóttamenn. Hvort að íslensk stjórnvöld séu til í að gera svona gagnvart íslenskum ríkisborgurum ef röskun verður á stöðu mála á Íslandi varðandi stöðu lýðræðis og réttarfars. Hvernig stjórnvöld eru til í að fara með réttindalausa flóttamenn er sterk vísbending um það hvernig stjórnvöld eru tilbúin að fara með borgara ef þau mögulega komast upp með það. Það er ljóst og hefur alltaf verið ljóst að það er mannréttindabrot að koma í veg fyrir með lögregluvaldi að fólk geti borið mál sitt fyrir dómi. Það stendur í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest og gildir sem lög á Íslandi að allir eiga rétt á að koma með mál sitt fyrir hlutlausum dómstóli. Það er verið að brjóta núna í málinu í Hafnarfirði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á að segja af sér embætti og víkja af Alþingi íslendinga og aðrir ráðherrar sem tengjast málaflokki flóttafólks. Hann og aðrir eru ekki hæfir til þess að sinna þessu starfi vegna vanþekkingar, rasisma og útlendingahaturs. Síðan ætti öll ríkisstjórn Íslands að segja af sér og boða til kosninga í kjölfarið. Enda er ekki stætt að íslendingar séu með ríkisstjórn sem er stórfelldur lögbrjótur á mannréttindi fólks, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk komið frá öðrum ríkjum heimsins. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Heimildir https://www.mcc.is/fagfolk/flottafolk-a-islandi/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/mannrettindasattmali-evropu/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html https://www.visir.is/g/20222333503d/hand-tekin-og-visad-ur-landi-an-nokkurs-fyrir-vara-thratt-fyrir-veikindi https://kjarninn.is/frettir/dregid-ur-komum-ukrainskra-flottamanna-fraflaedisvandi-eykst-i-busetuurraedum/ (Júní 2022) https://www.ruv.is/frett/2022/11/02/segir-adgerdir-gegn-fimm-manna-fjolskyldu-omannudlegar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun