Hvað næst? Sykurskattur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Vegtollar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun