Virðing fyrir fötluðu fólki Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:00 Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun