Virðing fyrir fötluðu fólki Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:00 Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun