Veðjað á rangan hest Guðný Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun