Bílar

Fimmtíu ár á götunni en skarar ennþá fram úr

Tinni Sveinsson skrifar
James skoðar gæðagripinn Mercedes SL 450.
James skoðar gæðagripinn Mercedes SL 450. Vísir/James

Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fjórða þætti er fimmtíu ára gömul glæsikerra, Mercedes Benz SL 450, tekin fyrir.

James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hann fékk gullfallega blæjubílinn Mercedes Benz SL 450 að láni á síðasta degi sumars. Dagurinn hentaði vel í bíltúr á kagganum, sólin skein og James brunaði um sveitina með blæjuna niðri.

Klippa: Tork gaur - Mercedes SL 450

Króm og aftur króm

Benzinn er orðinn fimmtíu ára gamall en hefur verið haldið gríðarlega vel. Hönnunin er einstök og tímalaus.

„Allt þetta króm! Þessi bíll er smíðaður á þeim tíma þegar króm var eitt það nauðsynlegasta til að hafa á bílum,“ segir James.

Hann er mjög hrifinn af bílnum og því hvernig honum hefur verið haldið við. Hann segir jafnvel ekki víst að nýjustu bílarnir úr SL-línu Mercedes eigi eftir að duga svona lengi og ná því að vera á götunni eftir fimmtíu ár.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×