Viðskipti innlent

Lengja tíma­bil flug­ferða til Rómar og Nice

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári. 

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að borgirnar hafi verið kynntar sem nýir sumaráfangastaðir fyrr á þessu ári og hafi flug hafist þann 6. júlí. Nú hafi verið ákveðið að hefja flugið fyrr árið 2023, 24. mars til Rómar og 8. júní til Nice. 

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Íslendingar hafi tekið vel í áfangastaðina. Icelandair hafi eflt flugáætlunina jafnt og þétt undanfarna mánuði og það sé mjög ánægjulegt að tilkynna um lengra flugtímabil til borganna. 

„Við kynntum þessa tvo nýju áfangastaði á þessu ári og viðtökurnar voru strax afar góðar. Því töldum við fulla ástæðu til að lengja ferðatímabilið og gefa Íslendingum tækifæri til að lengja vorið,“ segir Bogi Nils. 

Flugtímabil:

Róm:

Ferðatímabil og tíðni:

  • 24.mars - 12.maí, flogið tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum.
  • 14.maí - 1.júní, flogið tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum.
  • 1.júní - 31.október, flogið þrisvar í viku á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.
  • Flogið í morgunflugi – brottfarartími frá Keflavík klukkan 08:30.

Nice:

Ferðatímabil og tíðni:

  • o8.júní - 4.september, flogið tvisvar í viku á fimmtudögum og mánudögum.
  • Flogið út seinni partinn – brottfarartími frá Keflavík klukkan 16:25.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.