Lélegt lið Lakers enn án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 10:30 Los Angeles Lakers geta bókstaflega ekki neitt þessa dagana. Jamie Schwaberow/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks Körfubolti NBA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks
Körfubolti NBA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira