Lélegt lið Lakers enn án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 10:30 Los Angeles Lakers geta bókstaflega ekki neitt þessa dagana. Jamie Schwaberow/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks Körfubolti NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks
Körfubolti NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira