Andstæðingur stéttarfélaga? Vilhjálmur Árnason skrifar 26. október 2022 10:00 Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun