Andstæðingur stéttarfélaga? Vilhjálmur Árnason skrifar 26. október 2022 10:00 Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun