Er til í að bjarga heiminum ef hann fær þetta mörg hestöfl Tinni Sveinsson skrifar 25. október 2022 07:00 James Einar prófaði Polestar 2 rafbílinn á dögunum. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í þriðja þætti er rafbíllinn Polestar 2 tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hann segir Polestar-deildina hjá Volvo hafa byrjað sem svipað verkefni og AMG hjá Mercedes, sem sinnti sérverkefnum og sérsmíði. Nú sé Polestar aftur á móti orðinn rafbílahluti Volvo-samstæðunnar og er Polestar 2 annar bíllinn sem kemur á markað undir þeim merkjum. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tork gaur - Polestar 2 Flottar felgur og góð drægni James segir drægni bílsins góða, um 480 kílómetra. Einnig sé hægt að panta útgáfu sem drífur lengra. Hann segir kraftinn í bílnum mikinn, rúm 400 hestöfl, og hrífst af því. „Ef rafmagnsbílar eru framtíðin og í því að bjarga heiminum felst að hafa 408 hestöfl undir hægri fæti þá er ég til,“ segir hann. James er hrifinn af flottum felgum og staldrar sérstaklega við felgurnar á Polestar-bílunum. „Af öllum rafmagnsbílum sem eru á markaði finnst mér felgurnar á Polestar bestar. Álfelgurnar á Teslum og rafmagnsbílum frá BMW og Benz eiga það til að vera eins og pottlok. Ástæðan fyrir því að þær eru flatar er að þær eiga að draga úr vindmótstöðu, gott og blessað. En ég er af þeirri kynslóð að flottar felgur geta gert það að verkum að bílar hitta í mark hjá mér og ljótar felgur geta eyðilagt þá fyrir mér.“ Í þættinum fer hann einnig yfir Android-stýrikerfi bílsins, hljóðkerfið, ýmsa hjálparfídusa, hleðslutíma bílsins og fleira. Tork gaur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Eins og að keyra um á miðlungsstórum fiskitogara Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í öðrum þætti er pallbíllinn GMC Denali tekinn fyrir. 18. október 2022 08:01 Eitt flottasta leikfang sem er í boði Bílaþættirnir Tork gaur hefja göngu sína á Vísi í dag. Í fyrsta þætti er sportbíllinn Porsche Cayman tekinn fyrir. 11. október 2022 07:01 Byrjaði að mynda bíla átta ára og lætur nú drauminn rætast „Minn bílaáhugi hefur alltaf verið undirliggjandi,“ segir James Einar Becker. Í næstu viku fer James af stað með nýja bílaþætti Tork gaur hér á Vísi. Á daginn vinnur hann sem markaðsstjóri en hann átti sér alltaf draum um að gera eigin bílaþátt. 9. október 2022 12:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hann segir Polestar-deildina hjá Volvo hafa byrjað sem svipað verkefni og AMG hjá Mercedes, sem sinnti sérverkefnum og sérsmíði. Nú sé Polestar aftur á móti orðinn rafbílahluti Volvo-samstæðunnar og er Polestar 2 annar bíllinn sem kemur á markað undir þeim merkjum. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tork gaur - Polestar 2 Flottar felgur og góð drægni James segir drægni bílsins góða, um 480 kílómetra. Einnig sé hægt að panta útgáfu sem drífur lengra. Hann segir kraftinn í bílnum mikinn, rúm 400 hestöfl, og hrífst af því. „Ef rafmagnsbílar eru framtíðin og í því að bjarga heiminum felst að hafa 408 hestöfl undir hægri fæti þá er ég til,“ segir hann. James er hrifinn af flottum felgum og staldrar sérstaklega við felgurnar á Polestar-bílunum. „Af öllum rafmagnsbílum sem eru á markaði finnst mér felgurnar á Polestar bestar. Álfelgurnar á Teslum og rafmagnsbílum frá BMW og Benz eiga það til að vera eins og pottlok. Ástæðan fyrir því að þær eru flatar er að þær eiga að draga úr vindmótstöðu, gott og blessað. En ég er af þeirri kynslóð að flottar felgur geta gert það að verkum að bílar hitta í mark hjá mér og ljótar felgur geta eyðilagt þá fyrir mér.“ Í þættinum fer hann einnig yfir Android-stýrikerfi bílsins, hljóðkerfið, ýmsa hjálparfídusa, hleðslutíma bílsins og fleira.
Tork gaur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Eins og að keyra um á miðlungsstórum fiskitogara Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í öðrum þætti er pallbíllinn GMC Denali tekinn fyrir. 18. október 2022 08:01 Eitt flottasta leikfang sem er í boði Bílaþættirnir Tork gaur hefja göngu sína á Vísi í dag. Í fyrsta þætti er sportbíllinn Porsche Cayman tekinn fyrir. 11. október 2022 07:01 Byrjaði að mynda bíla átta ára og lætur nú drauminn rætast „Minn bílaáhugi hefur alltaf verið undirliggjandi,“ segir James Einar Becker. Í næstu viku fer James af stað með nýja bílaþætti Tork gaur hér á Vísi. Á daginn vinnur hann sem markaðsstjóri en hann átti sér alltaf draum um að gera eigin bílaþátt. 9. október 2022 12:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent
Eins og að keyra um á miðlungsstórum fiskitogara Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í öðrum þætti er pallbíllinn GMC Denali tekinn fyrir. 18. október 2022 08:01
Eitt flottasta leikfang sem er í boði Bílaþættirnir Tork gaur hefja göngu sína á Vísi í dag. Í fyrsta þætti er sportbíllinn Porsche Cayman tekinn fyrir. 11. október 2022 07:01
Byrjaði að mynda bíla átta ára og lætur nú drauminn rætast „Minn bílaáhugi hefur alltaf verið undirliggjandi,“ segir James Einar Becker. Í næstu viku fer James af stað með nýja bílaþætti Tork gaur hér á Vísi. Á daginn vinnur hann sem markaðsstjóri en hann átti sér alltaf draum um að gera eigin bílaþátt. 9. október 2022 12:01