Dönsk stjórnarskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. október 2022 13:01 Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Utanríkismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar