Konur á afsláttarkjörum? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 24. október 2022 11:30 Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu, verulegar samfélagslegar og tæknilegar breytingar búum við enn í samfélagi þar sem framlag kvenna til samfélagsins er að mörgu leyti ósýnilegt, óviðurkennt og vanmetið. Hitt kynið? Fjölmörg hafa í gegnum tíðina spurt sig hvernig standi á því að við höfum ekki enn náð að tryggja jafnrétti kynjanna. Leitast hefur verið við að svara því innan flestra fræðisviða, meðal annars með því skora á hólm viðurkenndar kenningar eða nálganir. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart að meginverkefnið felst gjarnan í því að draga fram kynjablinduna sem einkennir hvert fag um sig. Þrátt fyrir að konur hafi flykkst í nám á undangengnum áratugum voru það karlar sem lögðu grunninn að flestum fræðigreinum sem enn er byggt á í dag. Þegar fræðifólk (þó einkum konur) draga upp á yfirborðið meðvitaða eða ómeðvitaða hlutdrægni í garð kvenna eða fræðileg nálgun þeirra fjallar sérstaklega um stöðu kvenna flokkast það gjarnan sem femínísk nálgun. Dæmi um það er feminísk heimspeki, femínísk hagfræði, femínísk fjármál og svo mætti lengi telja. Það er umhugsunarefni að enn þann dag í dag þurfi þennan merkimiða á fræðin sem hafa það að markmiði að ná utan um (hinn) helming mannkynsins. Svona svipað og almennt er það tekið fram sérstaklega þegar fjallað er um kvenna-landslið í einhverri íþróttagrein en algengara er að talað sé um landslið án frekari skilgreiningar þegar átt er við karlalið. Eða kvenkokka, kvenleikara, kvenpresta eða kvenrithöfunda. Hins vegar heyrum við ekki um karlkokk, karlleikara, karlprest eða karlrithöfund. Það minnir óneitanlega á kenninguna um „hitt kynið“, að karlar séu algildir en konur frávik sem standi karlkyni að baki líkt og Simone de Beauvoir skrifaði um fyrir rúmlega 70 árum. Rithöfundurinn Caroline Criado Perez benti nýlega á að gögn og gagnasöfnun, sem er undirstaða flestra ákvarðana sem varða okkar daglega líf, taka sjaldnast tillit til kyns í bók sinni „Ósýnilegar konur“. Litið er á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Konur gjaldi þess til dæmis með tíma sínum, peningum og oft heilsu sinni. Nánast engin gagnasöfnun er svo fyrir hendi þegar kemur að kynsegin fólki. Hver eldar matinn þinn? Hagfræði hefur veruleg áhrif á stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda, á vinnumarkaði og við lagasetningu. Hagfræði er félagsvísindagrein en áherslan á stærðfræðileg rök í fræðunum leiðir til þess að nálguninni er gjarnan líkt við raunvísindi. Þessi nálgun veitir falskt öryggi þar sem mikilvægir og órjúfanlegir þættir í okkar samfélagi á borð við heilsu, umhverfið og ójöfnuð eru ekki hluti af klassískum hagfræðimódelum. Þá telur launuð sem ólaunuð vinna sem snýr að náinni og persónulegri þjónustu við fólk á borð við umönnun, hjúkrun, menntun eða félagsþjónustu ekki nema að takmörkuðu leyti inn í mælingar um hagvöxt. En það eru einmitt störfin þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þannig skrifar rithöfundurinn Katrine Marçal um hvernig svonefndur faðir hagfræðinnar, Adam Smith tók ekkert tillit til þess hver það var sem eldaði matinn hans þegar hann lagði fram grundvallarspurningu hagfræðinnar árið 1776 um hvernig maturinn okkar verður til. Að öðru leyti rekur hann ítarlega þann fjölda einstaklinga svo sem bændur og kjötverkamenn, og verkaskiptingu þeirra á milli, sem þarf til að við getum gengið að því vísu að geta daglega keypt í matinn. En hann minnist ekki á mömmu sína sem bjó með honum alla hans ævi og hefur að öllum líkindum eldað allar máltíðir hans. Enda byggði kenning Smith um frjálsan markað á því að hvati fólks séu eiginhagsmunir en ekki velvild í garð samborgara eða vilji til að leggja eitthvað gott til samfélagsins. Hún gerði jafnframt ráð fyrir að einstaklingar sem sáu m.a. um heimili, veika ættingja, börn og matreiðslu hefðu lítið sem ekkert til verðmætanna að leggja. Þessir einstaklingar voru langoftast konur. Þeirra störf voru ólaunuð og ósýnileg í skilgreiningum á verðmætum samfélagsins. Þó mjög margt hafi breyst í hagfræðinni á nærri 250 árum er staðan enn sú að fjölmargt sem við teljum mikilvægt og ómissandi í okkar samfélagi í dag telst ekki til verðmæta samkvæmt þeim hefðbundnu mælikvörðum sem notast er við og algengt er að séu lagðir til grundvallar við ákvörðunartöku sem mótar líf okkar. Svo er hitt að ekki er hægt að mæla allt það sem telst mikilvægt fyrir okkur sem samfélag og það sem er mælanlegt er ekki endilega alltaf það sem er mikilvægast. Byggt á þessu hefur hagfræðingurinn Mariana Mazzucato ítrekað bent á mikilvægi þess að stjórnvöld marki sér skýra sýn um hvernig samfélag þau vilji stuðla að, allar ákvarðanir þeirra taki mið af því markmiði og þannig móti þau samfélagsgerðina. Kvenna-kjarasamningar Í dag vitum við að ein meginskýringin á launamun kynjanna er vegna þess hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Þetta hefur verið vitað í lengri tíma án þess að gripið hafi verið til markvissra aðgerða. Það er líkt og samfélagið telji sjálfsagt að konur haldi uppi velferðinni á afsláttarkjörum. Lengi lifir í gömlum glæðum úr sér genginna hagfræðikenninga. Þessi staða kallar á nýjan samfélagssáttmála. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi lýst því í yfir, í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020, að skipaður yrði starfshópur sem hefur nú skilað tillögum sínum að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Yfirlýsingin er mikilvæg fyrir þær sakir að ríkisstjórnin viðurkennir vanmat á virði kvennastarfa og lagt er upp með aðgerðir til að leiðrétta það. Um þessar mundir er starfandi aðgerðarhópur um launajafnrétti sem skipaður var af forsætisráðherra sem hefur það hlutverk að byggja upp þekkingu, prufa sig áfram í nýjum leiðum að virðismati og búa til verkfæri til að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa. En meira þarf til svo við getum breytt rótgróinni menningu sem leiðir til kerfisbundins misréttis. Veruleiki kvenna og kynsegin fólks þarf að vera jafn sjálfsögð forsenda hvers kyns rannsókna, fræða eða ákvörðunartöku og veruleiki karla. Tilvera þeirra er ekki frávik frá meginstrauminum. Við getum tekið stökk í átt að auknu jafnrétti með því að sameinast um að árið 2023 verði kvennaár. Það verði árið þar sem öll taka höndum saman og velta við öllum steinum til að afhjúpa og stöðva misrétti og kynbundið ofbeldi á vinnustöðum, í opinberum fjármálum, í fræðunum og kennslu, í gegnum gögn og gagnasöfnun og samfélaginu öllu og með markvissum aðgerðum. Það verði árið sem við gerum kvenna-kjarasamninga til að afsláttarkjör heyri sögunni til og við leiðréttum vanmat á störfum kvenna. Hödundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu, verulegar samfélagslegar og tæknilegar breytingar búum við enn í samfélagi þar sem framlag kvenna til samfélagsins er að mörgu leyti ósýnilegt, óviðurkennt og vanmetið. Hitt kynið? Fjölmörg hafa í gegnum tíðina spurt sig hvernig standi á því að við höfum ekki enn náð að tryggja jafnrétti kynjanna. Leitast hefur verið við að svara því innan flestra fræðisviða, meðal annars með því skora á hólm viðurkenndar kenningar eða nálganir. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart að meginverkefnið felst gjarnan í því að draga fram kynjablinduna sem einkennir hvert fag um sig. Þrátt fyrir að konur hafi flykkst í nám á undangengnum áratugum voru það karlar sem lögðu grunninn að flestum fræðigreinum sem enn er byggt á í dag. Þegar fræðifólk (þó einkum konur) draga upp á yfirborðið meðvitaða eða ómeðvitaða hlutdrægni í garð kvenna eða fræðileg nálgun þeirra fjallar sérstaklega um stöðu kvenna flokkast það gjarnan sem femínísk nálgun. Dæmi um það er feminísk heimspeki, femínísk hagfræði, femínísk fjármál og svo mætti lengi telja. Það er umhugsunarefni að enn þann dag í dag þurfi þennan merkimiða á fræðin sem hafa það að markmiði að ná utan um (hinn) helming mannkynsins. Svona svipað og almennt er það tekið fram sérstaklega þegar fjallað er um kvenna-landslið í einhverri íþróttagrein en algengara er að talað sé um landslið án frekari skilgreiningar þegar átt er við karlalið. Eða kvenkokka, kvenleikara, kvenpresta eða kvenrithöfunda. Hins vegar heyrum við ekki um karlkokk, karlleikara, karlprest eða karlrithöfund. Það minnir óneitanlega á kenninguna um „hitt kynið“, að karlar séu algildir en konur frávik sem standi karlkyni að baki líkt og Simone de Beauvoir skrifaði um fyrir rúmlega 70 árum. Rithöfundurinn Caroline Criado Perez benti nýlega á að gögn og gagnasöfnun, sem er undirstaða flestra ákvarðana sem varða okkar daglega líf, taka sjaldnast tillit til kyns í bók sinni „Ósýnilegar konur“. Litið er á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Konur gjaldi þess til dæmis með tíma sínum, peningum og oft heilsu sinni. Nánast engin gagnasöfnun er svo fyrir hendi þegar kemur að kynsegin fólki. Hver eldar matinn þinn? Hagfræði hefur veruleg áhrif á stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda, á vinnumarkaði og við lagasetningu. Hagfræði er félagsvísindagrein en áherslan á stærðfræðileg rök í fræðunum leiðir til þess að nálguninni er gjarnan líkt við raunvísindi. Þessi nálgun veitir falskt öryggi þar sem mikilvægir og órjúfanlegir þættir í okkar samfélagi á borð við heilsu, umhverfið og ójöfnuð eru ekki hluti af klassískum hagfræðimódelum. Þá telur launuð sem ólaunuð vinna sem snýr að náinni og persónulegri þjónustu við fólk á borð við umönnun, hjúkrun, menntun eða félagsþjónustu ekki nema að takmörkuðu leyti inn í mælingar um hagvöxt. En það eru einmitt störfin þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þannig skrifar rithöfundurinn Katrine Marçal um hvernig svonefndur faðir hagfræðinnar, Adam Smith tók ekkert tillit til þess hver það var sem eldaði matinn hans þegar hann lagði fram grundvallarspurningu hagfræðinnar árið 1776 um hvernig maturinn okkar verður til. Að öðru leyti rekur hann ítarlega þann fjölda einstaklinga svo sem bændur og kjötverkamenn, og verkaskiptingu þeirra á milli, sem þarf til að við getum gengið að því vísu að geta daglega keypt í matinn. En hann minnist ekki á mömmu sína sem bjó með honum alla hans ævi og hefur að öllum líkindum eldað allar máltíðir hans. Enda byggði kenning Smith um frjálsan markað á því að hvati fólks séu eiginhagsmunir en ekki velvild í garð samborgara eða vilji til að leggja eitthvað gott til samfélagsins. Hún gerði jafnframt ráð fyrir að einstaklingar sem sáu m.a. um heimili, veika ættingja, börn og matreiðslu hefðu lítið sem ekkert til verðmætanna að leggja. Þessir einstaklingar voru langoftast konur. Þeirra störf voru ólaunuð og ósýnileg í skilgreiningum á verðmætum samfélagsins. Þó mjög margt hafi breyst í hagfræðinni á nærri 250 árum er staðan enn sú að fjölmargt sem við teljum mikilvægt og ómissandi í okkar samfélagi í dag telst ekki til verðmæta samkvæmt þeim hefðbundnu mælikvörðum sem notast er við og algengt er að séu lagðir til grundvallar við ákvörðunartöku sem mótar líf okkar. Svo er hitt að ekki er hægt að mæla allt það sem telst mikilvægt fyrir okkur sem samfélag og það sem er mælanlegt er ekki endilega alltaf það sem er mikilvægast. Byggt á þessu hefur hagfræðingurinn Mariana Mazzucato ítrekað bent á mikilvægi þess að stjórnvöld marki sér skýra sýn um hvernig samfélag þau vilji stuðla að, allar ákvarðanir þeirra taki mið af því markmiði og þannig móti þau samfélagsgerðina. Kvenna-kjarasamningar Í dag vitum við að ein meginskýringin á launamun kynjanna er vegna þess hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Þetta hefur verið vitað í lengri tíma án þess að gripið hafi verið til markvissra aðgerða. Það er líkt og samfélagið telji sjálfsagt að konur haldi uppi velferðinni á afsláttarkjörum. Lengi lifir í gömlum glæðum úr sér genginna hagfræðikenninga. Þessi staða kallar á nýjan samfélagssáttmála. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi lýst því í yfir, í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020, að skipaður yrði starfshópur sem hefur nú skilað tillögum sínum að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Yfirlýsingin er mikilvæg fyrir þær sakir að ríkisstjórnin viðurkennir vanmat á virði kvennastarfa og lagt er upp með aðgerðir til að leiðrétta það. Um þessar mundir er starfandi aðgerðarhópur um launajafnrétti sem skipaður var af forsætisráðherra sem hefur það hlutverk að byggja upp þekkingu, prufa sig áfram í nýjum leiðum að virðismati og búa til verkfæri til að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa. En meira þarf til svo við getum breytt rótgróinni menningu sem leiðir til kerfisbundins misréttis. Veruleiki kvenna og kynsegin fólks þarf að vera jafn sjálfsögð forsenda hvers kyns rannsókna, fræða eða ákvörðunartöku og veruleiki karla. Tilvera þeirra er ekki frávik frá meginstrauminum. Við getum tekið stökk í átt að auknu jafnrétti með því að sameinast um að árið 2023 verði kvennaár. Það verði árið þar sem öll taka höndum saman og velta við öllum steinum til að afhjúpa og stöðva misrétti og kynbundið ofbeldi á vinnustöðum, í opinberum fjármálum, í fræðunum og kennslu, í gegnum gögn og gagnasöfnun og samfélaginu öllu og með markvissum aðgerðum. Það verði árið sem við gerum kvenna-kjarasamninga til að afsláttarkjör heyri sögunni til og við leiðréttum vanmat á störfum kvenna. Hödundur er formaður BSRB.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun