Karen Knúts um Theu Imani: Yfirburðarleikmaður í þessari deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 12:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val á móti Fram. Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir gang mála í fimmtu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira