Nýr veruleiki í vaktavinnu – Betri vinnutími Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 20. október 2022 09:32 Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar. Í kjarasamningunum var samið um Betri vinnutíma sem fólst einkum í því að fjölga vaktaálagstegundum, vægi vakta utan dagvinnumarka var aukið og greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina. Breytingarnar eru til þess fallnar að koma betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi. Vinnuumhverfi fólks er mjög fjölbreytt eftir því hvar starfað er, s.s. í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu, tollgæslu, slökkviliðum o.s.frv., en tryggja þarf að allt starfsfólk vinni við öruggar aðstæður. Þar skiptir miklu máli að starfsfólk hafi fengið 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og tíma til að ná upp orku eftir síðustu vakt. Þá er lagt upp með að aldrei verði unnið lengur en sjö daga í röð. Ef við berum þetta saman við dagvinnufólk þá vinnur það aldrei meira en 5 daga í einu, það er tveggja daga helgarfrí og almennt er 16 tíma hvíld á milli vinnudaga. Vaktavinnufólk hagar gjarnan vinnu sinni þannig að þau vinna langa vinnudaga í lotu til að eiga svo lengra frí á milli vakta. Rannsóknir sýna að því lengur sem vaktavinnufólk vinnur því lengur er það að jafna sig og nær því ekki að njóta sín í löngum fríum. Rannsóknir sýna einnig að langar vaktir ganga nærri heilsu vaktavinnufólks og að öryggisvitund fer dvínandi, sem getur aukið hættu á mistökum og slysum. Í Betri vinnutíma er miðað við að vaktir séu almennt ekki lengri en átta klukkustundir. Jafnframt er miðað við að starfsfólk standi ekki fleiri en þrjár næturvaktir á viku, helst bara tvær. Meirihluti starfsfólks í vaktavinnu hefur almennt kosið að vera í hlutastarfi en valið er einnig mjög kynjað. Stóru kvennastéttirnar hafa að jafnaði kosið að vera í hlutastörfum vegna þess hve þung störfin eru en sömuleiðis vegna krafna um samþættingu vinnu og einkalífs. Aftur á móti hafa karlastéttirnar almennt unnið rúmlega fullt starf. Þannig myndast mikill munur á vinnutíma og þar með launum kvenna og karla sem ýtir undir launamun kynjanna. Meðal markmiða Betri vinnutíma var að vinna gegn þessu og stuðla að aukningu á starfshlutfalli þeirra sem voru í hlutastarfi. Það markmið hefur gengið eftir sem felur í sér að laun stórra kvennastétta hafa hækkað þar sem þær vinna jafn mikið og fyrir kerfisbreytingarnar. Það er í raun ótrúlegt að þessar breytingar hafi ekki átt sér stað mun fyrr út frá augljósum gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og atvinnurekenda, því mun minni kostnaður atvinnurekenda felst í styttri vinnuviku hjá starfsfólki sem vinnur jafn mikið og áður en hækkar starfshlutfall sitt en þeim sem vinna fullt starf. Varðandi upplifun vaktavinnufólks af breytingum verður ekki litið fram hjá því að þegar samið var um styttri vinnuviku höfðu aðhaldsaðgerðir og niðurskurður síðustu áratuga haft verulega skaðleg áhrif á starfsumhverfi vaktavinnufólks og líðan starfi. Afleiðingar þessa eru skortur á starfsfólki, óhóflegt álag og mikil starfsmannavelta. Í ofanálag jókst gífurlega álag á starfsfólk almannaþjónustunnar vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar sem hefur á heimsvísu leitt til krafna um verulegar breytingar á starfsumhverfi og að mörg hafa velt því fyrir sér að finna annað og álagsminna starf. Þetta hefur ótvírætt haft áhrif á upplifun starfsfólks af breytingu á vinnutíma því að breytingin kallaði á aukinn mannskap. Mikið álag á stjórnendum margra starfseininga á innleiðingartímanum veldur því að þeim hefur gengið illa að fóta sig í nýju vaktaumhverfi og ná þeim markmiðum sem voru höfð að leiðarljósi við kerfisbreytinguna, sem eru jafnvægi vinnu og einkalífs, öryggi og heilsa. Þannig er enn þörf á auknum stuðningi við stjórnendur, fræðslu um skipulag vaktavinnu og hvernig megi vinna betur að því að ná fram þessum markmiðum breytinganna. Hins vegar sýnir reynslan að styttri vinnuvika er að ná markmiðum sínum og er í samræmi við áætlaðan kostnað þar sem mönnun er í jafnvægi og stjórnendur hafa þá þekkingu og bjargir sem þarf til að innleiða breytingarnar. Það sýnir að kerfisbreytingin gengur upp á öllum þessum ólíku vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Í komandi kjarasamningum verður áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka stöðugleika í starfsmannahaldi. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar. Í kjarasamningunum var samið um Betri vinnutíma sem fólst einkum í því að fjölga vaktaálagstegundum, vægi vakta utan dagvinnumarka var aukið og greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina. Breytingarnar eru til þess fallnar að koma betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi. Vinnuumhverfi fólks er mjög fjölbreytt eftir því hvar starfað er, s.s. í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu, tollgæslu, slökkviliðum o.s.frv., en tryggja þarf að allt starfsfólk vinni við öruggar aðstæður. Þar skiptir miklu máli að starfsfólk hafi fengið 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og tíma til að ná upp orku eftir síðustu vakt. Þá er lagt upp með að aldrei verði unnið lengur en sjö daga í röð. Ef við berum þetta saman við dagvinnufólk þá vinnur það aldrei meira en 5 daga í einu, það er tveggja daga helgarfrí og almennt er 16 tíma hvíld á milli vinnudaga. Vaktavinnufólk hagar gjarnan vinnu sinni þannig að þau vinna langa vinnudaga í lotu til að eiga svo lengra frí á milli vakta. Rannsóknir sýna að því lengur sem vaktavinnufólk vinnur því lengur er það að jafna sig og nær því ekki að njóta sín í löngum fríum. Rannsóknir sýna einnig að langar vaktir ganga nærri heilsu vaktavinnufólks og að öryggisvitund fer dvínandi, sem getur aukið hættu á mistökum og slysum. Í Betri vinnutíma er miðað við að vaktir séu almennt ekki lengri en átta klukkustundir. Jafnframt er miðað við að starfsfólk standi ekki fleiri en þrjár næturvaktir á viku, helst bara tvær. Meirihluti starfsfólks í vaktavinnu hefur almennt kosið að vera í hlutastarfi en valið er einnig mjög kynjað. Stóru kvennastéttirnar hafa að jafnaði kosið að vera í hlutastörfum vegna þess hve þung störfin eru en sömuleiðis vegna krafna um samþættingu vinnu og einkalífs. Aftur á móti hafa karlastéttirnar almennt unnið rúmlega fullt starf. Þannig myndast mikill munur á vinnutíma og þar með launum kvenna og karla sem ýtir undir launamun kynjanna. Meðal markmiða Betri vinnutíma var að vinna gegn þessu og stuðla að aukningu á starfshlutfalli þeirra sem voru í hlutastarfi. Það markmið hefur gengið eftir sem felur í sér að laun stórra kvennastétta hafa hækkað þar sem þær vinna jafn mikið og fyrir kerfisbreytingarnar. Það er í raun ótrúlegt að þessar breytingar hafi ekki átt sér stað mun fyrr út frá augljósum gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og atvinnurekenda, því mun minni kostnaður atvinnurekenda felst í styttri vinnuviku hjá starfsfólki sem vinnur jafn mikið og áður en hækkar starfshlutfall sitt en þeim sem vinna fullt starf. Varðandi upplifun vaktavinnufólks af breytingum verður ekki litið fram hjá því að þegar samið var um styttri vinnuviku höfðu aðhaldsaðgerðir og niðurskurður síðustu áratuga haft verulega skaðleg áhrif á starfsumhverfi vaktavinnufólks og líðan starfi. Afleiðingar þessa eru skortur á starfsfólki, óhóflegt álag og mikil starfsmannavelta. Í ofanálag jókst gífurlega álag á starfsfólk almannaþjónustunnar vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar sem hefur á heimsvísu leitt til krafna um verulegar breytingar á starfsumhverfi og að mörg hafa velt því fyrir sér að finna annað og álagsminna starf. Þetta hefur ótvírætt haft áhrif á upplifun starfsfólks af breytingu á vinnutíma því að breytingin kallaði á aukinn mannskap. Mikið álag á stjórnendum margra starfseininga á innleiðingartímanum veldur því að þeim hefur gengið illa að fóta sig í nýju vaktaumhverfi og ná þeim markmiðum sem voru höfð að leiðarljósi við kerfisbreytinguna, sem eru jafnvægi vinnu og einkalífs, öryggi og heilsa. Þannig er enn þörf á auknum stuðningi við stjórnendur, fræðslu um skipulag vaktavinnu og hvernig megi vinna betur að því að ná fram þessum markmiðum breytinganna. Hins vegar sýnir reynslan að styttri vinnuvika er að ná markmiðum sínum og er í samræmi við áætlaðan kostnað þar sem mönnun er í jafnvægi og stjórnendur hafa þá þekkingu og bjargir sem þarf til að innleiða breytingarnar. Það sýnir að kerfisbreytingin gengur upp á öllum þessum ólíku vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Í komandi kjarasamningum verður áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka stöðugleika í starfsmannahaldi. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun