Notendur strætó eru augljóslega vandamálið Geir Finnsson skrifar 19. október 2022 07:00 Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Strætó Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar