Köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar Natan Kolbeinsson skrifar 18. október 2022 11:01 Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu. Fjölskyldan er ekki endilega mamma, pabbi og börn sem búa saman, jafnvel með afa og ömmu, líkt og tíðkaðist á tímum afa okkar og ömmu. Fjölskylduheildin er orðin mun fjölbreyttari. Vinir okkar og skyldmenni eru ekki endilega að festa sig við einn maka heldur hafa fundið hamingjuna með mörgum einstaklingum. Fleiri og fleiri eru að opna sambönd sín fyrir því að eiga rekkjunauta utan sambandsins. Allt eru þetta hlutir sem voru mikið tabú fyrir ekki alltof mörgum árum. Á tímum þar sem einstaklingar kjósa að haga lífi sínu og hvernig þau skilgreina fjölskyldu sína og sitt nánasta fólk á fjölbreyttari hátt en áður er kannski kominn tími til þess að ríkið endurskoði hvernig aðkoma þess er að lífi fólks og fjölskyldum, jafnvel hvort ríkið eigi yfirhöfuð að skipta sér að því hvernig við ákveðum að haga hjúskap okkar og ást. Í öllu sem ríkisvaldið gerir, hvort sem það er að skilgreina erfðarétt, veita húsnæðisbætur, aðgengi að úrræðum til að auðvelda fólki að eignast fasteign eða ákveða umgengni við börn, miðast allt út frá því að einstaklingar séu í vel skilgreindu hjónabandi við aðeins einn annan einstakling. Er ekki kominn tími á það að ríkið fari að ganga á sama hraða og samfélagið sem það á að sjá um og viðurkenna að við erum ekki öll vísitölufjölskylda, heldur kemur líf okkar í alls konar gerðum. Er kannski kominn tími á að við köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar og byrjum að taka á móti fólki eins og það það er í allri sinni dýrð? Höfundur er ritari Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Natan Kolbeinsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu. Fjölskyldan er ekki endilega mamma, pabbi og börn sem búa saman, jafnvel með afa og ömmu, líkt og tíðkaðist á tímum afa okkar og ömmu. Fjölskylduheildin er orðin mun fjölbreyttari. Vinir okkar og skyldmenni eru ekki endilega að festa sig við einn maka heldur hafa fundið hamingjuna með mörgum einstaklingum. Fleiri og fleiri eru að opna sambönd sín fyrir því að eiga rekkjunauta utan sambandsins. Allt eru þetta hlutir sem voru mikið tabú fyrir ekki alltof mörgum árum. Á tímum þar sem einstaklingar kjósa að haga lífi sínu og hvernig þau skilgreina fjölskyldu sína og sitt nánasta fólk á fjölbreyttari hátt en áður er kannski kominn tími til þess að ríkið endurskoði hvernig aðkoma þess er að lífi fólks og fjölskyldum, jafnvel hvort ríkið eigi yfirhöfuð að skipta sér að því hvernig við ákveðum að haga hjúskap okkar og ást. Í öllu sem ríkisvaldið gerir, hvort sem það er að skilgreina erfðarétt, veita húsnæðisbætur, aðgengi að úrræðum til að auðvelda fólki að eignast fasteign eða ákveða umgengni við börn, miðast allt út frá því að einstaklingar séu í vel skilgreindu hjónabandi við aðeins einn annan einstakling. Er ekki kominn tími á það að ríkið fari að ganga á sama hraða og samfélagið sem það á að sjá um og viðurkenna að við erum ekki öll vísitölufjölskylda, heldur kemur líf okkar í alls konar gerðum. Er kannski kominn tími á að við köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar og byrjum að taka á móti fólki eins og það það er í allri sinni dýrð? Höfundur er ritari Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar