Daginn sem Icelandair skaut sig í fótinn Ólafur Hauksson skrifar 17. október 2022 08:01 Á þessum degi í október fyrir 20 árum kynnti Icelandair „Netsmellur“ til sögunnar, helmingi lægri fargjöld en áður höfðu þekkst hjá félaginu. Þessi fargjöld stóðu engan veginn undir kostnaði Icelandair af flugferðunum. Enda var tilgangur þeirra ekki sá, heldur að fórna tekjum með stórfelldum undirboðum til að drepa fyrirhugaða samkeppni frá Iceland Express. Netsmellurnar stóðu aðeins til boða í flugi til Kaupmannahafnar og London – sömu staða og voru á áætlun Iceland Express. Ekkert fór á milli mála að plan Icelandair var að rústa tekjumöguleikum Iceland Express með skaðlegri undirverðlagningu. Þessi undirboð voru skýrt brot á samkeppnislögum vegna markaðsráðandi stöðu Icelandair. Brotaviljinn var því einbeittur en stjórnendur Icelandair kærðu sig kollótta. Þeir ákváðu að sleppa stóra tækifærinu til að læra að takast á við samkeppni og ganga frekar af henni dauðri. Þetta skot í fótinn kostaði Icelandair 24 milljarða króna í tapaðar farþegatekjur. Að læra að lifa við samkeppni Þegar Iceland Express hóf starfsemi var Icelandair nánast í einokunarstöðu í millilandafluginu. Engu fyrirtæki er hollt að vera í slíkri stöðu. Stjórnendur verða værukærir, kostnaður bólgnar út, nýsköpun litin hornauga og þjónustan einkennist af yfirlæti ef ekki hroka. Félagið staðnar og lélegum rekstri er mætt með því að hækka verð. Þetta átti svo sannarlega við um Icelandair og svo hafði lengi verið. Það besta sem gat komið fyrir Icelandair var að fá samkeppni og mæta henni á heiðarlegum grundvelli. Samkeppi hefði vakið stjórnendur af velmegunarsvefninum, hjálpað þeim að taka á kostnaði og leitt til allsherjar skoðunar á því hvernig gera mætti félagið betur í stakk búið til að mæta áskorunum. Það má því rétt hugsa sér hvernig staða Icelandair væri í dag í grimmu samkeppnisumhverfi ef félagið hefði notað tækifærið á þessum tímamótum til að læra að lifa við samkeppni. En ekki síður var samkeppni í millilandaflugi kærkomin og tímabær fyrir allan almenning. Að svelta keppinautinn til bana „Við fögnum allri samkeppni,“ sögðu forráðamenn Icelandair í fjölmiðlum. Þeir meintu það auðvitað ekki. Þeir voru svo logandi hræddir við vangetu sína til að takast á við samkeppni að þeir ákváðu frekar að koma í veg fyrir hana. Þeir höfðu vitneskju um að Iceland Express hafði ekki sjóði til að fjármagna taprekstur, líkt og t.d. WOW eða Play síðar. Planið hjá Icelandair var því að „svelta“ keppinautinn til bana með því að halda eigin fargjöldum langt undir kostnaði, draga viðskiptavini þannig frá Iceland Express og halda fargjöldum þess niðri. Til þess þurfti Icelandair að fara mjög langt niður með fargjöldin og fórna þannig gríðarlegum tekjum, því rekstrarkostnaður Iceland Express var 40% lægri á hvern farþega. Almenningur tók Iceland Express fagnandi þegar félagið fór í loftið í lok febrúar 2003; fyrsta raunverulega lágfargjaldafélagið sem grundvallaðist á lágum rekstrarkostnaði. Fargjöld Iceland Express voru lægri en Netsmellurnar. „Ógnin“ við Icelandair var svosem aðeins ein 150 sæta þota fyrsta árið. En stjórnendur Icelandair ákváðu samt að fórna gríðarlegum fargjaldatekjum til að drepa af sér samkeppnina. Margir sóttust eftir því að kyssa vönd Icelandair í húrrandi meðvirkni. Innan samgönguráðuneytisins, innan Visa Ísland, innan flugmálastjórnar, innan ferðamálaráðs og víðar var með beinum og óbeinum hætti reynt að bregða fæti fyrir Iceland Express í þágu Icelandair. Þær ljótu sögur verða sagðar síðar. Herferð Icelandair gegn samkeppninni tók hins vegar lengri tíma en áformað var og kostnaðurinn varð drjúgt meiri. Það var ekki fyrr en í lok ársins 2004, tveimur árum eftir að Iceland Express hóf starfsemi, sem tókst að slökkva á samkeppninni. Það gerðist með þeim hætti að stofnendur Iceland Express ákváðu að selja félagið á sannkallaðri brunaútsölu vegna tapreksturs frekar en láta það fara á hausinn. Báðum megin við borðið Kaupendurnir voru viðskiptafélagarnir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, kenndir við Feng. Þeir höfðu þá um hríð sýnt áhuga á að eignast umtalsverðan hlut í Iceland Express, þó að þær væru á sama tíma stórir hluthafar í Icelandair og Pálmi í stjórn þess. Þeir töldu verðmiðann á Iceland Express hins vegar of háan fyrir sig og Pálmi hélt því áfram að beita sér innan stjórnar Icelandair fyrir undirboðunum til að veikja Iceland Express og ná verðinu þannig niður. Innkomu þeirra Pálma og Jóhannesar í Iceland Express var fagnað hjá Icelandair, enda náið samráð þar á milli. Skömmu eftir að viðskiptafélagarnir höfðu tekið yfir rekstur Iceland Express hætti Icelandair undirboðunum samhliða því að fargjöld Iceland Express voru hækkuð yfir línuna. Á örskömmum tíma hækkuðu lægstu fargjöld beggja félaganna um 50%. Iceland Express þurfti ekki mikinn viðsnúning til að hagnast, enda var rekstur þess afar hagkvæmur. Strax árið 2005 hagnaðist félagið um 450 milljónir króna á núvirði. Árið 2006 var Iceland Express 6 milljarða króna virði að mati Pálma Haraldssonar. Viðsnúningurinn var ekki síðri hjá Icelandair. 24 milljarða króna tapaðar farþegatekjur Hin „sértæka hernaðaraðgerð“ gegn samkeppninni kostaði Icelandair rúmlega 24 milljarða króna í töpuðum farþegatekjum á árunum 2003 og 2004, framreiknað til verðlags í dag. Í þessum samanburði er miðað við lækkun frá farþegatekjum áranna 2001 og 2002, en þá var farþegafjöldi Icelandair svipaður og seinni árin tvö. Upplýsingar um þessar töpuðu farþegatekjur komu fram í sölulýsingu (prospectus) móðurfélagsins FL Group. Farþegum Icelandair fækkaði ekki þegar samkeppnin hófst, enda reyndist tilkoma Iceland Express skapa hreina viðbót við fjölda farþega í millilandaflugi. Tap Icelandair var þannig tvöfalt; félagið varð af 24 milljarða króna tekjum og ávinningi þess að læra að lifa í samkeppnisumhverfi. Slappleiki samkeppnisyfirvalda Spyrja má hvort eigendur Iceland Express hafi ekki gert ráð fyrir viðbrögðum frá Icelandair. Vissulega mátti búast við þeim, en seint því offorsi að leggjast í ólöglega undirverðlagningu með milljarðatapi í tvö ár. Iceland Express gat boðið mun lægri fargjöld en Icelandair og samt skilað hagnaði. Undirboð Icelandair dugðu hins vegar til að halda Iceland Express í spennitreyju lægstu fargjaldanna og eyðilagði getu félagsins til tekjustýringar sem hefði gert það rekstrarhæft. Eigendur Iceland Express höfðu framan af trú á því að samkeppnisyfirvöld tækju í taumana og stöðvuðu hina skaðlegu undirverðlagningu Icelandair. Ekki síst mátti búast við aðgerðum vegna þess að lægstu Netsmellurnar voru aðeins í boði á samkeppnisleiðunum Kaupmannahöfn og London og stóðu engan veginn undir kostnaði félagsins við flugið. Vilji var til þess að taka á málunum hjá Samkeppniseftirlitinu, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála kom í veg fyrir raunhæfar aðgerðir. Áfrýjunarnefndin reyndist átakanlega fáfróð um grundvöllinn fyrir verðlagningu flugfarseðla og lét Icelandair ljúga sig fulla. Það segir sitt um getuleysi samkeppnisyfirvalda og dómskerfisins að það tók 8 ár þangað til Hæstiréttur dæmdi Icelandair í minnháttar 80 milljón króna sekt fyrir samkeppnislagabrotin. Sá úrskurður gerði lítið fyrir samkeppnina eða stofnendur Iceland Express. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi í október fyrir 20 árum kynnti Icelandair „Netsmellur“ til sögunnar, helmingi lægri fargjöld en áður höfðu þekkst hjá félaginu. Þessi fargjöld stóðu engan veginn undir kostnaði Icelandair af flugferðunum. Enda var tilgangur þeirra ekki sá, heldur að fórna tekjum með stórfelldum undirboðum til að drepa fyrirhugaða samkeppni frá Iceland Express. Netsmellurnar stóðu aðeins til boða í flugi til Kaupmannahafnar og London – sömu staða og voru á áætlun Iceland Express. Ekkert fór á milli mála að plan Icelandair var að rústa tekjumöguleikum Iceland Express með skaðlegri undirverðlagningu. Þessi undirboð voru skýrt brot á samkeppnislögum vegna markaðsráðandi stöðu Icelandair. Brotaviljinn var því einbeittur en stjórnendur Icelandair kærðu sig kollótta. Þeir ákváðu að sleppa stóra tækifærinu til að læra að takast á við samkeppni og ganga frekar af henni dauðri. Þetta skot í fótinn kostaði Icelandair 24 milljarða króna í tapaðar farþegatekjur. Að læra að lifa við samkeppni Þegar Iceland Express hóf starfsemi var Icelandair nánast í einokunarstöðu í millilandafluginu. Engu fyrirtæki er hollt að vera í slíkri stöðu. Stjórnendur verða værukærir, kostnaður bólgnar út, nýsköpun litin hornauga og þjónustan einkennist af yfirlæti ef ekki hroka. Félagið staðnar og lélegum rekstri er mætt með því að hækka verð. Þetta átti svo sannarlega við um Icelandair og svo hafði lengi verið. Það besta sem gat komið fyrir Icelandair var að fá samkeppni og mæta henni á heiðarlegum grundvelli. Samkeppi hefði vakið stjórnendur af velmegunarsvefninum, hjálpað þeim að taka á kostnaði og leitt til allsherjar skoðunar á því hvernig gera mætti félagið betur í stakk búið til að mæta áskorunum. Það má því rétt hugsa sér hvernig staða Icelandair væri í dag í grimmu samkeppnisumhverfi ef félagið hefði notað tækifærið á þessum tímamótum til að læra að lifa við samkeppni. En ekki síður var samkeppni í millilandaflugi kærkomin og tímabær fyrir allan almenning. Að svelta keppinautinn til bana „Við fögnum allri samkeppni,“ sögðu forráðamenn Icelandair í fjölmiðlum. Þeir meintu það auðvitað ekki. Þeir voru svo logandi hræddir við vangetu sína til að takast á við samkeppni að þeir ákváðu frekar að koma í veg fyrir hana. Þeir höfðu vitneskju um að Iceland Express hafði ekki sjóði til að fjármagna taprekstur, líkt og t.d. WOW eða Play síðar. Planið hjá Icelandair var því að „svelta“ keppinautinn til bana með því að halda eigin fargjöldum langt undir kostnaði, draga viðskiptavini þannig frá Iceland Express og halda fargjöldum þess niðri. Til þess þurfti Icelandair að fara mjög langt niður með fargjöldin og fórna þannig gríðarlegum tekjum, því rekstrarkostnaður Iceland Express var 40% lægri á hvern farþega. Almenningur tók Iceland Express fagnandi þegar félagið fór í loftið í lok febrúar 2003; fyrsta raunverulega lágfargjaldafélagið sem grundvallaðist á lágum rekstrarkostnaði. Fargjöld Iceland Express voru lægri en Netsmellurnar. „Ógnin“ við Icelandair var svosem aðeins ein 150 sæta þota fyrsta árið. En stjórnendur Icelandair ákváðu samt að fórna gríðarlegum fargjaldatekjum til að drepa af sér samkeppnina. Margir sóttust eftir því að kyssa vönd Icelandair í húrrandi meðvirkni. Innan samgönguráðuneytisins, innan Visa Ísland, innan flugmálastjórnar, innan ferðamálaráðs og víðar var með beinum og óbeinum hætti reynt að bregða fæti fyrir Iceland Express í þágu Icelandair. Þær ljótu sögur verða sagðar síðar. Herferð Icelandair gegn samkeppninni tók hins vegar lengri tíma en áformað var og kostnaðurinn varð drjúgt meiri. Það var ekki fyrr en í lok ársins 2004, tveimur árum eftir að Iceland Express hóf starfsemi, sem tókst að slökkva á samkeppninni. Það gerðist með þeim hætti að stofnendur Iceland Express ákváðu að selja félagið á sannkallaðri brunaútsölu vegna tapreksturs frekar en láta það fara á hausinn. Báðum megin við borðið Kaupendurnir voru viðskiptafélagarnir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, kenndir við Feng. Þeir höfðu þá um hríð sýnt áhuga á að eignast umtalsverðan hlut í Iceland Express, þó að þær væru á sama tíma stórir hluthafar í Icelandair og Pálmi í stjórn þess. Þeir töldu verðmiðann á Iceland Express hins vegar of háan fyrir sig og Pálmi hélt því áfram að beita sér innan stjórnar Icelandair fyrir undirboðunum til að veikja Iceland Express og ná verðinu þannig niður. Innkomu þeirra Pálma og Jóhannesar í Iceland Express var fagnað hjá Icelandair, enda náið samráð þar á milli. Skömmu eftir að viðskiptafélagarnir höfðu tekið yfir rekstur Iceland Express hætti Icelandair undirboðunum samhliða því að fargjöld Iceland Express voru hækkuð yfir línuna. Á örskömmum tíma hækkuðu lægstu fargjöld beggja félaganna um 50%. Iceland Express þurfti ekki mikinn viðsnúning til að hagnast, enda var rekstur þess afar hagkvæmur. Strax árið 2005 hagnaðist félagið um 450 milljónir króna á núvirði. Árið 2006 var Iceland Express 6 milljarða króna virði að mati Pálma Haraldssonar. Viðsnúningurinn var ekki síðri hjá Icelandair. 24 milljarða króna tapaðar farþegatekjur Hin „sértæka hernaðaraðgerð“ gegn samkeppninni kostaði Icelandair rúmlega 24 milljarða króna í töpuðum farþegatekjum á árunum 2003 og 2004, framreiknað til verðlags í dag. Í þessum samanburði er miðað við lækkun frá farþegatekjum áranna 2001 og 2002, en þá var farþegafjöldi Icelandair svipaður og seinni árin tvö. Upplýsingar um þessar töpuðu farþegatekjur komu fram í sölulýsingu (prospectus) móðurfélagsins FL Group. Farþegum Icelandair fækkaði ekki þegar samkeppnin hófst, enda reyndist tilkoma Iceland Express skapa hreina viðbót við fjölda farþega í millilandaflugi. Tap Icelandair var þannig tvöfalt; félagið varð af 24 milljarða króna tekjum og ávinningi þess að læra að lifa í samkeppnisumhverfi. Slappleiki samkeppnisyfirvalda Spyrja má hvort eigendur Iceland Express hafi ekki gert ráð fyrir viðbrögðum frá Icelandair. Vissulega mátti búast við þeim, en seint því offorsi að leggjast í ólöglega undirverðlagningu með milljarðatapi í tvö ár. Iceland Express gat boðið mun lægri fargjöld en Icelandair og samt skilað hagnaði. Undirboð Icelandair dugðu hins vegar til að halda Iceland Express í spennitreyju lægstu fargjaldanna og eyðilagði getu félagsins til tekjustýringar sem hefði gert það rekstrarhæft. Eigendur Iceland Express höfðu framan af trú á því að samkeppnisyfirvöld tækju í taumana og stöðvuðu hina skaðlegu undirverðlagningu Icelandair. Ekki síst mátti búast við aðgerðum vegna þess að lægstu Netsmellurnar voru aðeins í boði á samkeppnisleiðunum Kaupmannahöfn og London og stóðu engan veginn undir kostnaði félagsins við flugið. Vilji var til þess að taka á málunum hjá Samkeppniseftirlitinu, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála kom í veg fyrir raunhæfar aðgerðir. Áfrýjunarnefndin reyndist átakanlega fáfróð um grundvöllinn fyrir verðlagningu flugfarseðla og lét Icelandair ljúga sig fulla. Það segir sitt um getuleysi samkeppnisyfirvalda og dómskerfisins að það tók 8 ár þangað til Hæstiréttur dæmdi Icelandair í minnháttar 80 milljón króna sekt fyrir samkeppnislagabrotin. Sá úrskurður gerði lítið fyrir samkeppnina eða stofnendur Iceland Express. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun