Boðorðin níu Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 13. október 2022 14:31 Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn).
Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar