Ekki sprengja börn! Ellen Calmon skrifar 12. október 2022 11:01 Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu. Á undanförnum dögum hefur fjöldi hjálparstofnana neyðst til að stöðva starfssemi sína í Úkraínu vegna öryggisógnar starfsfólks. Í borgunum Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro hefur rignt sprengjum og hafa að minnsta kosti 11 almennir borgarar látið lífið og 89 særst. Heimili, skólar, göngubrýr og leikvellir hafa orðið fyrir sprengjum og mikið tjón hefur orðið á innviðum sem hefur leitt til rafmagnsleysis og truflana á neysluvatnsrennsli. Nú fer að kólna í Úkraínu og hafa þessar árásir áhrif á undirbúning heimilanna fyrir veturinn sem getur reynst kaldur. Barnaheill krefjast þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt til þess að vernda börn gegn átökum. Árásir sem þessar eru brot á alþjóðlegum stríðslögum. Átökin í Úkraínu sem hafa staðið yfir 8 ár og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Átökin bitna verst á börnum sem eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að njóta verndar öllum stundum. Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi og hefur fjöldi þeirra þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum. Fréttamyndirnar sem okkur hafa borist frá Kyiv þar sem leikvellir barna hafa verið sprengdir upp eru óhugnanlegar og sýna okkur að börn eru hvergi hult þegar kemur að stríði. Skilaboð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru einföld: Ekki sprengja börn! Við hjá Barnaheillum styðjum við börn í neyð víðsvegar um heiminn með því að safna fé í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla. Þeir fjármunir nýtast meðal annars til að styðja við börn í Úkraínu. Söfnun stendur nú yfir hér á heimasíðu samtakanna Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu. Á undanförnum dögum hefur fjöldi hjálparstofnana neyðst til að stöðva starfssemi sína í Úkraínu vegna öryggisógnar starfsfólks. Í borgunum Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro hefur rignt sprengjum og hafa að minnsta kosti 11 almennir borgarar látið lífið og 89 særst. Heimili, skólar, göngubrýr og leikvellir hafa orðið fyrir sprengjum og mikið tjón hefur orðið á innviðum sem hefur leitt til rafmagnsleysis og truflana á neysluvatnsrennsli. Nú fer að kólna í Úkraínu og hafa þessar árásir áhrif á undirbúning heimilanna fyrir veturinn sem getur reynst kaldur. Barnaheill krefjast þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt til þess að vernda börn gegn átökum. Árásir sem þessar eru brot á alþjóðlegum stríðslögum. Átökin í Úkraínu sem hafa staðið yfir 8 ár og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Átökin bitna verst á börnum sem eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að njóta verndar öllum stundum. Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi og hefur fjöldi þeirra þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum. Fréttamyndirnar sem okkur hafa borist frá Kyiv þar sem leikvellir barna hafa verið sprengdir upp eru óhugnanlegar og sýna okkur að börn eru hvergi hult þegar kemur að stríði. Skilaboð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru einföld: Ekki sprengja börn! Við hjá Barnaheillum styðjum við börn í neyð víðsvegar um heiminn með því að safna fé í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla. Þeir fjármunir nýtast meðal annars til að styðja við börn í Úkraínu. Söfnun stendur nú yfir hér á heimasíðu samtakanna Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar