Fyrir hverja eru Betri samgöngur? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:01 Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Umferð Reykjavík Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun