Áform um skandinavískt sjávarþorp á Kársnesi Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 07:01 Eyþór Guðjónsson er einn af stofnendum og eigendum Nature Experience. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið sem stendur á bak við Sky Lagoon vill byggja skandinavískt sjávarþorp við strönd Kársnessins. Aðeins eitt púsl vantar og heldur Kópavogsbær því hjá sér þar til deiliskipulagsvinnu er lokið. Umsókn fyrirtækisins Nature Experience ehf. um svokallað svæði 7 var nýlega hafnað af sviðsstjóra umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Svæði 7 er lóðin sunnanmegin við Sky Lagoon en lónið er einmitt í eigu Nature Experience. Fyrirtækið er lóðarhafi af lóðinni norðaustan við lónið. Í svari sviðsstjóra segir að svæði 7 sé skilgreint sem þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi og að deiliskipulagsvinna sé ekki hafin á svæðinu. Þá eigi eftir að móta verklag eða stefnu varðandi svæðið. Verðmæti svæðisins gæti aukist á næstunni með tilkomu Fossvogsbrúar og mikilvægt sé að móta stefnu sem tryggir gæði svæðisins í tengslum við bættar samgöngur. Því sé ótímabært að úthluta lóðinni. Svæði 7 er skilgreint sem þróunarsvæði. Nature Experience vilja fá lóðina til sín.Vísir/Vilhelm Samstarfið gengið frábærlega Í samtali við fréttastofu segir Eyþór Guðjónsson, einn stofnenda Nature Experience, að höfnun bæjarins sé vel skiljanleg. Eyþór segir samstarfið við bæinn hafa gengið frábærlega og er enn bjartsýnn á að lóðin verði úthlutuð þeim þegar búið er að klára deiliskipulagið. Hann segir að skildi fyrirtækið fá lóðina sé stefnt að því að byggja skandinavískt sjávarþorp meðfram sjávarsíðunni. Þorpið yrði þá beggja megin við Sky Lagoon og því þurfa þeir lóðina til að áformin verði að veruleika. „Hugmyndin er sú að það nái alveg frá brúnni og niður að höfn. Sem verður þá alveg einstakur viðkomustaður með alls konar afþreyingu. Með hugsanlegri gistingu, veitingastöðum, mathöll og börum. Þannig íbúar Kársnessins, aðrir íbúar landsins og ferðmenn finni sér allir eitthvað við hæfi. Hugmyndin var að tengja strandlengjuna saman og búa til einstaka upplifun,“ segir Eyþór. Loftmynd af svæðinu sem bærinn yrði byggður á.Kópavogsbær Skandinavískur arkitektúr Stefnt er á að byggja hús bæjarins í gömlum skandinavískum stíl líkt og má finna víðsvegar um landið og nefnir Eyþór hús á Ísafirði, Stykkishólmi og Akureyri sem dæmi. Kópavogsbær hefur tekið vel í þessar hugmyndir enda um að ræða metnaðarfulla uppbyggingu. Þó þarf fyrirtækið þetta síðasta púsluspil. „Þetta verður að vera ein samræn heild ef þetta á að verða eitthvað. Annars byggjum við hugsanlega eitthvað annað, ég veit ekki einu sinni hvað. Venjulegt hótel eða venjulega bari. Þarna er einstakt tækifæri til að skapa eina samrænda heild sem verður upplifun fyrir alla að labba í gegnum,“ segir Eyþór. Hvað verður byggt við Vesturvör 38a og b er háð því hvort Nature Experience fái svæði 7 eða ekki.Vísir/Vilhelm Að labba í gegnum bæinn verður ævintýri að sögn Eyþórs en til stendur að leggja fallega göngustíga milli húsa og meðfram ströndinni. Að heimsækja bæinn verður einstök upplifun. „Ég held þau vilji að svæðið sé hugsað sem ein heild, að þetta vinni allt saman. Það sem gerist oft í skipulagsmálum er að það eru alls konar lausnir sem er verið að setja fram hér og þar. Fyrirtæki eru að leita að lóðum hér og þar fyrir starfsemi sína og sækja um. Svo er ekkert víst að þessi starfsemi passi við hina. Þetta þarf að hanga allt saman,“ segir Eyþór aðspurður um höfnun umhverfissviðs. Alþjóðlegir ráðgjafar til aðstoðar Til að passa að allt hangi saman hefur Nature Experience fengið til liðs við sig alþjóðlega ráðgjafa sem eru sérhæfðir í að búa til nýja bæi. Ráðgjafarnir notast við ákveðnar formúlur til að vita hversu mikið má vera af hverri afþreyingu í bænum, hversu mörg gistirými, veitingastaðir og svo framvegis. Með aðstoð ráðgjafanna sé hægt að sjá til þess að hlutirnir gangi upp, byggist hratt og vel upp og séu sér til sóma segir Eyþór. Ekki er búið að setja fram dagsetningu um áætluð verklok enda eru framkvæmdir ekki hafnar. Eyþór vonast þó að þær geti hafist sem fyrst. „Það er betra fyrir Íslendinga alla að eignast fallegt hverfi sem þú getur farið í með fjölskylduna eða hverjum ser. Og þetta er enn betra fyrir stærstu atvinnugrein landsins sem er ferðaþjónustan. Þar kvartar fólk oft yfir því að það vanti eitthvað í höfuðborginni. Þarna ætlum við að skapa nýjan áfangastað. Fyrir efnahagslíf landsins er þetta bara frábært,“ segir Eyþór. Kópavogur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Skipulag Sky Lagoon Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Umsókn fyrirtækisins Nature Experience ehf. um svokallað svæði 7 var nýlega hafnað af sviðsstjóra umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Svæði 7 er lóðin sunnanmegin við Sky Lagoon en lónið er einmitt í eigu Nature Experience. Fyrirtækið er lóðarhafi af lóðinni norðaustan við lónið. Í svari sviðsstjóra segir að svæði 7 sé skilgreint sem þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi og að deiliskipulagsvinna sé ekki hafin á svæðinu. Þá eigi eftir að móta verklag eða stefnu varðandi svæðið. Verðmæti svæðisins gæti aukist á næstunni með tilkomu Fossvogsbrúar og mikilvægt sé að móta stefnu sem tryggir gæði svæðisins í tengslum við bættar samgöngur. Því sé ótímabært að úthluta lóðinni. Svæði 7 er skilgreint sem þróunarsvæði. Nature Experience vilja fá lóðina til sín.Vísir/Vilhelm Samstarfið gengið frábærlega Í samtali við fréttastofu segir Eyþór Guðjónsson, einn stofnenda Nature Experience, að höfnun bæjarins sé vel skiljanleg. Eyþór segir samstarfið við bæinn hafa gengið frábærlega og er enn bjartsýnn á að lóðin verði úthlutuð þeim þegar búið er að klára deiliskipulagið. Hann segir að skildi fyrirtækið fá lóðina sé stefnt að því að byggja skandinavískt sjávarþorp meðfram sjávarsíðunni. Þorpið yrði þá beggja megin við Sky Lagoon og því þurfa þeir lóðina til að áformin verði að veruleika. „Hugmyndin er sú að það nái alveg frá brúnni og niður að höfn. Sem verður þá alveg einstakur viðkomustaður með alls konar afþreyingu. Með hugsanlegri gistingu, veitingastöðum, mathöll og börum. Þannig íbúar Kársnessins, aðrir íbúar landsins og ferðmenn finni sér allir eitthvað við hæfi. Hugmyndin var að tengja strandlengjuna saman og búa til einstaka upplifun,“ segir Eyþór. Loftmynd af svæðinu sem bærinn yrði byggður á.Kópavogsbær Skandinavískur arkitektúr Stefnt er á að byggja hús bæjarins í gömlum skandinavískum stíl líkt og má finna víðsvegar um landið og nefnir Eyþór hús á Ísafirði, Stykkishólmi og Akureyri sem dæmi. Kópavogsbær hefur tekið vel í þessar hugmyndir enda um að ræða metnaðarfulla uppbyggingu. Þó þarf fyrirtækið þetta síðasta púsluspil. „Þetta verður að vera ein samræn heild ef þetta á að verða eitthvað. Annars byggjum við hugsanlega eitthvað annað, ég veit ekki einu sinni hvað. Venjulegt hótel eða venjulega bari. Þarna er einstakt tækifæri til að skapa eina samrænda heild sem verður upplifun fyrir alla að labba í gegnum,“ segir Eyþór. Hvað verður byggt við Vesturvör 38a og b er háð því hvort Nature Experience fái svæði 7 eða ekki.Vísir/Vilhelm Að labba í gegnum bæinn verður ævintýri að sögn Eyþórs en til stendur að leggja fallega göngustíga milli húsa og meðfram ströndinni. Að heimsækja bæinn verður einstök upplifun. „Ég held þau vilji að svæðið sé hugsað sem ein heild, að þetta vinni allt saman. Það sem gerist oft í skipulagsmálum er að það eru alls konar lausnir sem er verið að setja fram hér og þar. Fyrirtæki eru að leita að lóðum hér og þar fyrir starfsemi sína og sækja um. Svo er ekkert víst að þessi starfsemi passi við hina. Þetta þarf að hanga allt saman,“ segir Eyþór aðspurður um höfnun umhverfissviðs. Alþjóðlegir ráðgjafar til aðstoðar Til að passa að allt hangi saman hefur Nature Experience fengið til liðs við sig alþjóðlega ráðgjafa sem eru sérhæfðir í að búa til nýja bæi. Ráðgjafarnir notast við ákveðnar formúlur til að vita hversu mikið má vera af hverri afþreyingu í bænum, hversu mörg gistirými, veitingastaðir og svo framvegis. Með aðstoð ráðgjafanna sé hægt að sjá til þess að hlutirnir gangi upp, byggist hratt og vel upp og séu sér til sóma segir Eyþór. Ekki er búið að setja fram dagsetningu um áætluð verklok enda eru framkvæmdir ekki hafnar. Eyþór vonast þó að þær geti hafist sem fyrst. „Það er betra fyrir Íslendinga alla að eignast fallegt hverfi sem þú getur farið í með fjölskylduna eða hverjum ser. Og þetta er enn betra fyrir stærstu atvinnugrein landsins sem er ferðaþjónustan. Þar kvartar fólk oft yfir því að það vanti eitthvað í höfuðborginni. Þarna ætlum við að skapa nýjan áfangastað. Fyrir efnahagslíf landsins er þetta bara frábært,“ segir Eyþór.
Kópavogur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Skipulag Sky Lagoon Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira