Hafnarfjarðarbær vinnur að breytingum á skipulagi leikskóla sinna Kristín Thoroddsen skrifar 6. október 2022 17:01 Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Grunnskólar Kristín Thoroddsen Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar