Körfuboltakvöld um liðin sem hefja leik í kvöld: „Það heldur vöku fyrir mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 13:01 Veigar Áki Hlynsson er einn af ungu strákunum í KR sem fá liðið í fangið nú þegar margir reynsluboltar eru horfnir á braut. Vísir/Vilhelm Subway deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en fjórir leikir úr fyrstu umferðinni fara þá fram. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin átta sem í kvöld spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022-23. Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira