Hvers virði er farsæld barna og kennara? Sigurður Sigurjónsson skrifar 5. október 2022 12:00 Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar