Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 12:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Á fundinum var farið yfir víðan völl þó að aðalumfræðuefni hans hafi verið verðbólga, sem mælist nú 9,3 prósent. Talið barst þó einnig að hagvexti, sem reyndist nokkuð kröftugur á fyrri helmingi ársins eða 6,3 prósent. Heimilin búin að spara í tvö ár Sagði Ásgeir að það hafi ekki þurft að koma á óvart að einkaneysla hafi mælst kröftug. Sagði hann að mögulega hafi allir gleymt því að það var ekki nema í febrúar ár þessu ári sem allar samkomutakmarkanir voru afnmundar „Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að fólk var búið að sitja heima hjá sér að spara pening í tvö ár eða eitthvað álíka að þeim pening geti verið eytt, á fyrri hluta ársins. Að það skuli hafa komið svona kröftug viðbrögð í einkaneyslu eins og við sjáum núna í sumar,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndarVísir/Vilhelm Vísaði hann í, á léttu nótunum, að tíðar sólbaðsmyndir frá sólarströndum, væri ein vísbending um það. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir. Hvað gerist í vetur? Óvissa væri hins vegar uppi um hvernig einkaneyslu yrði háttað á síðasta fjórðungi ársins. „Á sama tíma núna, þetta er sparnaður sem er uppsafnaður, nú er að einhverju leyti búið að eyða honum. Hvað gerist í vetur? Munu heimilin halda áfram að eyða eða munu þau fara að draga saman seglin. Við vitum það ekki,“ sagði Ásgeir. Fór hann einnig stuttlega yfir horfur í efnahagsmálum í Evrópu, þar sem hátt orkuverð, hefur meðal annars ýtt undir áhyggjur af samdrætti í álfunni. „Það eru tiltölulega ískyggilegar horfur í Evrópu. Meðal annars bara út af orkuverði. Ísland er heppið að því leyti að við erum sjálfum okkur nóg um orku. Það er alveg hætta á því að þessi vetur, þessi orkuskortur eða orkukreppa sem virðist vera í uppsiglingu í Evrópu, að hún muni að einhverju leyti draga úr efnahagsumsvifum og draga úr eyðslu.“ Fjármál heimilisins Ferðalög Seðlabankinn Efnahagsmál Orkumál Verðlag Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 „Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Á fundinum var farið yfir víðan völl þó að aðalumfræðuefni hans hafi verið verðbólga, sem mælist nú 9,3 prósent. Talið barst þó einnig að hagvexti, sem reyndist nokkuð kröftugur á fyrri helmingi ársins eða 6,3 prósent. Heimilin búin að spara í tvö ár Sagði Ásgeir að það hafi ekki þurft að koma á óvart að einkaneysla hafi mælst kröftug. Sagði hann að mögulega hafi allir gleymt því að það var ekki nema í febrúar ár þessu ári sem allar samkomutakmarkanir voru afnmundar „Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að fólk var búið að sitja heima hjá sér að spara pening í tvö ár eða eitthvað álíka að þeim pening geti verið eytt, á fyrri hluta ársins. Að það skuli hafa komið svona kröftug viðbrögð í einkaneyslu eins og við sjáum núna í sumar,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndarVísir/Vilhelm Vísaði hann í, á léttu nótunum, að tíðar sólbaðsmyndir frá sólarströndum, væri ein vísbending um það. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir. Hvað gerist í vetur? Óvissa væri hins vegar uppi um hvernig einkaneyslu yrði háttað á síðasta fjórðungi ársins. „Á sama tíma núna, þetta er sparnaður sem er uppsafnaður, nú er að einhverju leyti búið að eyða honum. Hvað gerist í vetur? Munu heimilin halda áfram að eyða eða munu þau fara að draga saman seglin. Við vitum það ekki,“ sagði Ásgeir. Fór hann einnig stuttlega yfir horfur í efnahagsmálum í Evrópu, þar sem hátt orkuverð, hefur meðal annars ýtt undir áhyggjur af samdrætti í álfunni. „Það eru tiltölulega ískyggilegar horfur í Evrópu. Meðal annars bara út af orkuverði. Ísland er heppið að því leyti að við erum sjálfum okkur nóg um orku. Það er alveg hætta á því að þessi vetur, þessi orkuskortur eða orkukreppa sem virðist vera í uppsiglingu í Evrópu, að hún muni að einhverju leyti draga úr efnahagsumsvifum og draga úr eyðslu.“
Fjármál heimilisins Ferðalög Seðlabankinn Efnahagsmál Orkumál Verðlag Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 „Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00
„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31