Hvernig væri samfélagið án kennara? Magnús Þór Jónsson og Jónína Hauksdóttir skrifa 5. október 2022 11:00 Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar