Hvernig væri samfélagið án kennara? Magnús Þór Jónsson og Jónína Hauksdóttir skrifa 5. október 2022 11:00 Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun