Bíó og sjónvarp

Jennifer Lopez og Josh Duhamel í nýrri rómantískri gamanmynd

Elísabet Hanna skrifar
Jennifer Lopez og Josh Duhamel fara með aðalhlutverkin í nýrri rómantískri gamanmynd.
Jennifer Lopez og Josh Duhamel fara með aðalhlutverkin í nýrri rómantískri gamanmynd. skjáskot/Instagram

Þúsundþjalasmiðurinn Jennifer Lopez fer með aðalhlutverkið í nýrri rómantískri gamanmynd ásamt leikaranum Josh Duhamel. 

Í myndinni leika þau par sem ákveður að halda brúðkaupið sitt erlendis þar sem allt fer úr böndunum. Fyrst byrja þau að efast um ákvörðunina um að gifta sig en enda á því að þurfa að sameina krafta sína til þess að bjarga fjölskyldum sínum sem eru tekin sem gísl.

Jennifer Coolidge og Lenny Kravitz fara meðal annars einnig með hlutverk í myndinni. Jennifer Lopez hefur áður leikið brúði á skjánum, meðal annars í myndunum Marry me, The Back-up Plan, Monster-in-Law, The Wedding Planner og Selena.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni:


Tengdar fréttir

Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París

Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast.

Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins

Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers.

Ben Affleck og Jennifer Lopez orðin hjón

Leikarinn Ben Affleck og söngkonan Jennifer Lopez giftu sig í gær. Samkvæmt hjónavígsluvottorði mun Lopez bæta eftirnafni Affleck við sitt nafn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.