MH klúðrar málunum enn þá á kostnað þolenda Brynhildur Karlsdóttir skrifar 4. október 2022 11:30 Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla. Draumaskólinn MH var í baksýnisspeglinum og fljótlega hætti ég að mæta í MK, þar sem ég þekkti engan, og flosnaði upp úr námi. Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019. Nú, meira en tíu árum síðar, tekur nemandi í MH af skarið, tekur sér rauðan varalit í hönd og notar hann sem skriffæri, skrifar skilaboð sín stórum stöfum á spegil í skólanum. „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Þetta veit ég vegna þess að ég á bæði systur og mágkonu í MH, þær lýsa hálfgerðri byltingu meðal nemenda, hrífandi mótmælagjörningi og áhrifamikilli aðgerð. Þær lýsa nöfnum sem letruð eru á speglana, eins og til að segja: „Passið ykkur á þessum“. Allt inniber þetta skýra kröfu nemenda um réttlæti. Það er síðan lýsandi að heyra um viðbrögð skólastjórnenda. Fyrstu viðbrögð starfsmanna sem mæta á svæðið eru að afskrifa uppátækið sem múgæsing eða „fjöldahysteríu“. Strax er hanskinn tekinn upp fyrir strákana og ekkert mark tekið á þolendum, meira að segja speglarnir fengu meiri samúð en þær! Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“. Svona gífuryrði eru reyksprengja enda kostar kynferðisofbeldi vissulega mannslíf, það eru þolendur sem láta lífið, þolendur eins og Elísabet. Þetta fyllir mig reiði. Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki. Í skóla sem hefur það orð á sér að vera framsýnn og opinn sýnist mér ekkert hafa breyst, heilli Metoo byltingu síðar. Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim. Höfundur er móðir, listakona og fyrrum nemandi í MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla. Draumaskólinn MH var í baksýnisspeglinum og fljótlega hætti ég að mæta í MK, þar sem ég þekkti engan, og flosnaði upp úr námi. Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019. Nú, meira en tíu árum síðar, tekur nemandi í MH af skarið, tekur sér rauðan varalit í hönd og notar hann sem skriffæri, skrifar skilaboð sín stórum stöfum á spegil í skólanum. „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Þetta veit ég vegna þess að ég á bæði systur og mágkonu í MH, þær lýsa hálfgerðri byltingu meðal nemenda, hrífandi mótmælagjörningi og áhrifamikilli aðgerð. Þær lýsa nöfnum sem letruð eru á speglana, eins og til að segja: „Passið ykkur á þessum“. Allt inniber þetta skýra kröfu nemenda um réttlæti. Það er síðan lýsandi að heyra um viðbrögð skólastjórnenda. Fyrstu viðbrögð starfsmanna sem mæta á svæðið eru að afskrifa uppátækið sem múgæsing eða „fjöldahysteríu“. Strax er hanskinn tekinn upp fyrir strákana og ekkert mark tekið á þolendum, meira að segja speglarnir fengu meiri samúð en þær! Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“. Svona gífuryrði eru reyksprengja enda kostar kynferðisofbeldi vissulega mannslíf, það eru þolendur sem láta lífið, þolendur eins og Elísabet. Þetta fyllir mig reiði. Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki. Í skóla sem hefur það orð á sér að vera framsýnn og opinn sýnist mér ekkert hafa breyst, heilli Metoo byltingu síðar. Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim. Höfundur er móðir, listakona og fyrrum nemandi í MH.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun