Þjónar evran hagsmunum Íslendinga? Höskuldur Einarsson skrifar 3. október 2022 14:31 Við þekkjum öll að verðlag á Íslandi er hærra en víðast annars staðar. Okkur er sagt að launin séu há og vissulega koma oft margar krónur í launaumslagið en við fáum óþarflega lítið fyrir þær. Af hverju er verðlag svona hátt hér á landi og hefur verið svo lengi sem menn muna og þá sérstaklega matarverð? Er þetta eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við um ókomna framtíð? Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi og er auk þess fljótandi á markaði og þarf því ekki mikla innkomu eða útflæði gjaldeyris á markaðinn til að hreyfa töluvert við genginu. Hátt vaxtastig, verðtryggð lán og verðbólga Það felur í sér mikinn kostnað og fórnir fyrir land og þjóð að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Stuðningsmenn krónunnar halda því fram að umhverfi okkar sé það ólíkt öðrum Evrópuríkjum og að við þurfum að hafa þann möguleika að fella krónuna. Hafa kjör almennings batnað við gengisfellingu og aukna verðbólgu? Eða er verið að verja hagsmuni einhverra aðra en almennings? Þurfum við alltaf búa við hátt vaxtastig og verðtryggð lán? Þó svo að vægi verðtryggðra lána hafi minnkað eitthvað undanfarið þá erum við flest enn í þeirri stöðu að þurfa að greiða húsnæðislán okkar tvöfalt til þrefalt til baka ólíkt nágrannaþjóðum. Þeir sem eldri eru muna eftir mikilli verðbólgu, verðtryggðum lánum og reglulega rausnarlegum gengisfellingum á árum áður. Er eðlilegt að við sem búum á þessu landi þurfum að bera mun meiri vaxtakostnað en löndin í kringum okkar og búa bið óvæntar launalækkanir sem gengisfellingar hafa í för með sér? Dýr króna Því fylgir því mikill kostnaður fyrir Seðlabanka Íslands að halda varagjaldeyrissjóð sem getur numið allt að 1000 milljörðum eftir aðstæðum í þjóðfélaginu. Einnig má benda á gjaldtöku bankana við kaup og sölu gjaldeyris. Þetta eru stórar upphæðir fyrir þjóðfélagið á ári hverju og gerir lítið annað en að hækka verðlag og auka verðbólgu. Það er hins vegar ekki víst að bankarnir séu spenntir fyrir því að missa þessar tekjur. Eru einhverjir hópar sem hafa hag af því að Ísland noti sinn eigin gjaldmiðil? Eru hérna einstaklingar sem eru með það rúm fjárráð að geta nýtt sér gengissveiflur til að kaupa og selja gjaldeyri og jafnvel fjárfest í íbúðarhúsnæði þegar markaðurinn er í lægð og selt þegar verð hækkar? Hverjir hafa talað hæst á móti upptöku evru á Íslandi? Eru það hópar sem hafa hag af óbreyttu ástandi? Eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og taka sín lán erlendis en borga laun og innlendan kostnað í krónum? Þessi lýsing getur átt við sjávarútveg, stóriðju og stóru útflutningsfyrirtækin. Það hefur líka borið á því að meðlimir nokkurra stjórnmálaflokka hafa allt á hornum sér þegar kemur að umræðunni um evruna, og vita fátt verra en heilbrigða og vandaða umræðu í þjóðfélaginu um gjaldmiðilsmál. Þessar gagnrýnisraddir eru oftar en ekki að segja okkur hinum að þessi mál séu bara alls ekki til umræðu núna. Er kannski verið að verja hagsmuni fárra á kostnað almennings? Evru fylgir ábyrgð En fyrir okkur hin sem fáum laun okkar í krónum gæti upptaka evru bætt kjör okkar með lægra verðlagi, stöðugra gengi, lægri vaxtakostnaði og því að losa okkur alveg við verðtryggð lán sem ég geri ráð fyrir að fáir sakni nema helst fjármálastofnanir. Þetta hefur verið raunin í löndum þar sem evran hefur verið tekin upp sem lögeyrir og sama kæmi til með að gerast á Íslandi. En upptaka evru kefst meira aðhalds og ábyrgðar í ríkisfjármálum og það gæti orðið áskorun fyrir alþingismenn sem hafa farið frjálslega með fjármuni ríkisins og hafa komist upp með að fella gengið þegar búið er að gera í brókina og senda reikninginn til almennings eins og sagan ber vitni um. Fram til ársins 1922 var íslenska krónan jafnverðmæt dönsku krónunni. Í dag fæst fyrir 100.000 íslenskar krónur um það bil 5.300 danskar krónur. Nýir tímar Í dag eru fyrirséðar miklar breytingar í atvinnumálum þjóðarinnar með tilkomu fjórðu iðnbyltingarinnar sem þýðir að við verðum meira tengd og háð alþjóðasamfélaginu með viðskipti og ýmis konar samvinnu. Þá hefur vægi sjávarútvegs og landbúnaðar dregist töluvert saman síðustu ár sem þýðir að við verðum að treysta á aðrar útflutningsgreinar til að skapa gjaldeyri. Okkur vantar fleiri betur launuð og fjölbreytt störf til að halda í unga fólkið okkar. Nýjar atvinnugreinar eru að koma sterkt inn eins og hugverkabúnaður, stór verkefni í heilbrigðisgeiranum, ýmislegt tengt tækni og internetinu, og ekki má gleyma kvikmyndaiðnaðinum. Til að þessar greinar dafni og hafi möguleika í samkeppni við erlend fyrirtæki þurfa þau aðgang að evru og svipuðum vaxtakjörum og eru í boði í löndunum í kringum okkur. Höfundur er áhugamaður um gjaldmiðilsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll að verðlag á Íslandi er hærra en víðast annars staðar. Okkur er sagt að launin séu há og vissulega koma oft margar krónur í launaumslagið en við fáum óþarflega lítið fyrir þær. Af hverju er verðlag svona hátt hér á landi og hefur verið svo lengi sem menn muna og þá sérstaklega matarverð? Er þetta eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við um ókomna framtíð? Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi og er auk þess fljótandi á markaði og þarf því ekki mikla innkomu eða útflæði gjaldeyris á markaðinn til að hreyfa töluvert við genginu. Hátt vaxtastig, verðtryggð lán og verðbólga Það felur í sér mikinn kostnað og fórnir fyrir land og þjóð að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Stuðningsmenn krónunnar halda því fram að umhverfi okkar sé það ólíkt öðrum Evrópuríkjum og að við þurfum að hafa þann möguleika að fella krónuna. Hafa kjör almennings batnað við gengisfellingu og aukna verðbólgu? Eða er verið að verja hagsmuni einhverra aðra en almennings? Þurfum við alltaf búa við hátt vaxtastig og verðtryggð lán? Þó svo að vægi verðtryggðra lána hafi minnkað eitthvað undanfarið þá erum við flest enn í þeirri stöðu að þurfa að greiða húsnæðislán okkar tvöfalt til þrefalt til baka ólíkt nágrannaþjóðum. Þeir sem eldri eru muna eftir mikilli verðbólgu, verðtryggðum lánum og reglulega rausnarlegum gengisfellingum á árum áður. Er eðlilegt að við sem búum á þessu landi þurfum að bera mun meiri vaxtakostnað en löndin í kringum okkar og búa bið óvæntar launalækkanir sem gengisfellingar hafa í för með sér? Dýr króna Því fylgir því mikill kostnaður fyrir Seðlabanka Íslands að halda varagjaldeyrissjóð sem getur numið allt að 1000 milljörðum eftir aðstæðum í þjóðfélaginu. Einnig má benda á gjaldtöku bankana við kaup og sölu gjaldeyris. Þetta eru stórar upphæðir fyrir þjóðfélagið á ári hverju og gerir lítið annað en að hækka verðlag og auka verðbólgu. Það er hins vegar ekki víst að bankarnir séu spenntir fyrir því að missa þessar tekjur. Eru einhverjir hópar sem hafa hag af því að Ísland noti sinn eigin gjaldmiðil? Eru hérna einstaklingar sem eru með það rúm fjárráð að geta nýtt sér gengissveiflur til að kaupa og selja gjaldeyri og jafnvel fjárfest í íbúðarhúsnæði þegar markaðurinn er í lægð og selt þegar verð hækkar? Hverjir hafa talað hæst á móti upptöku evru á Íslandi? Eru það hópar sem hafa hag af óbreyttu ástandi? Eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og taka sín lán erlendis en borga laun og innlendan kostnað í krónum? Þessi lýsing getur átt við sjávarútveg, stóriðju og stóru útflutningsfyrirtækin. Það hefur líka borið á því að meðlimir nokkurra stjórnmálaflokka hafa allt á hornum sér þegar kemur að umræðunni um evruna, og vita fátt verra en heilbrigða og vandaða umræðu í þjóðfélaginu um gjaldmiðilsmál. Þessar gagnrýnisraddir eru oftar en ekki að segja okkur hinum að þessi mál séu bara alls ekki til umræðu núna. Er kannski verið að verja hagsmuni fárra á kostnað almennings? Evru fylgir ábyrgð En fyrir okkur hin sem fáum laun okkar í krónum gæti upptaka evru bætt kjör okkar með lægra verðlagi, stöðugra gengi, lægri vaxtakostnaði og því að losa okkur alveg við verðtryggð lán sem ég geri ráð fyrir að fáir sakni nema helst fjármálastofnanir. Þetta hefur verið raunin í löndum þar sem evran hefur verið tekin upp sem lögeyrir og sama kæmi til með að gerast á Íslandi. En upptaka evru kefst meira aðhalds og ábyrgðar í ríkisfjármálum og það gæti orðið áskorun fyrir alþingismenn sem hafa farið frjálslega með fjármuni ríkisins og hafa komist upp með að fella gengið þegar búið er að gera í brókina og senda reikninginn til almennings eins og sagan ber vitni um. Fram til ársins 1922 var íslenska krónan jafnverðmæt dönsku krónunni. Í dag fæst fyrir 100.000 íslenskar krónur um það bil 5.300 danskar krónur. Nýir tímar Í dag eru fyrirséðar miklar breytingar í atvinnumálum þjóðarinnar með tilkomu fjórðu iðnbyltingarinnar sem þýðir að við verðum meira tengd og háð alþjóðasamfélaginu með viðskipti og ýmis konar samvinnu. Þá hefur vægi sjávarútvegs og landbúnaðar dregist töluvert saman síðustu ár sem þýðir að við verðum að treysta á aðrar útflutningsgreinar til að skapa gjaldeyri. Okkur vantar fleiri betur launuð og fjölbreytt störf til að halda í unga fólkið okkar. Nýjar atvinnugreinar eru að koma sterkt inn eins og hugverkabúnaður, stór verkefni í heilbrigðisgeiranum, ýmislegt tengt tækni og internetinu, og ekki má gleyma kvikmyndaiðnaðinum. Til að þessar greinar dafni og hafi möguleika í samkeppni við erlend fyrirtæki þurfa þau aðgang að evru og svipuðum vaxtakjörum og eru í boði í löndunum í kringum okkur. Höfundur er áhugamaður um gjaldmiðilsmál.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun