Þjónar evran hagsmunum Íslendinga? Höskuldur Einarsson skrifar 3. október 2022 14:31 Við þekkjum öll að verðlag á Íslandi er hærra en víðast annars staðar. Okkur er sagt að launin séu há og vissulega koma oft margar krónur í launaumslagið en við fáum óþarflega lítið fyrir þær. Af hverju er verðlag svona hátt hér á landi og hefur verið svo lengi sem menn muna og þá sérstaklega matarverð? Er þetta eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við um ókomna framtíð? Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi og er auk þess fljótandi á markaði og þarf því ekki mikla innkomu eða útflæði gjaldeyris á markaðinn til að hreyfa töluvert við genginu. Hátt vaxtastig, verðtryggð lán og verðbólga Það felur í sér mikinn kostnað og fórnir fyrir land og þjóð að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Stuðningsmenn krónunnar halda því fram að umhverfi okkar sé það ólíkt öðrum Evrópuríkjum og að við þurfum að hafa þann möguleika að fella krónuna. Hafa kjör almennings batnað við gengisfellingu og aukna verðbólgu? Eða er verið að verja hagsmuni einhverra aðra en almennings? Þurfum við alltaf búa við hátt vaxtastig og verðtryggð lán? Þó svo að vægi verðtryggðra lána hafi minnkað eitthvað undanfarið þá erum við flest enn í þeirri stöðu að þurfa að greiða húsnæðislán okkar tvöfalt til þrefalt til baka ólíkt nágrannaþjóðum. Þeir sem eldri eru muna eftir mikilli verðbólgu, verðtryggðum lánum og reglulega rausnarlegum gengisfellingum á árum áður. Er eðlilegt að við sem búum á þessu landi þurfum að bera mun meiri vaxtakostnað en löndin í kringum okkar og búa bið óvæntar launalækkanir sem gengisfellingar hafa í för með sér? Dýr króna Því fylgir því mikill kostnaður fyrir Seðlabanka Íslands að halda varagjaldeyrissjóð sem getur numið allt að 1000 milljörðum eftir aðstæðum í þjóðfélaginu. Einnig má benda á gjaldtöku bankana við kaup og sölu gjaldeyris. Þetta eru stórar upphæðir fyrir þjóðfélagið á ári hverju og gerir lítið annað en að hækka verðlag og auka verðbólgu. Það er hins vegar ekki víst að bankarnir séu spenntir fyrir því að missa þessar tekjur. Eru einhverjir hópar sem hafa hag af því að Ísland noti sinn eigin gjaldmiðil? Eru hérna einstaklingar sem eru með það rúm fjárráð að geta nýtt sér gengissveiflur til að kaupa og selja gjaldeyri og jafnvel fjárfest í íbúðarhúsnæði þegar markaðurinn er í lægð og selt þegar verð hækkar? Hverjir hafa talað hæst á móti upptöku evru á Íslandi? Eru það hópar sem hafa hag af óbreyttu ástandi? Eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og taka sín lán erlendis en borga laun og innlendan kostnað í krónum? Þessi lýsing getur átt við sjávarútveg, stóriðju og stóru útflutningsfyrirtækin. Það hefur líka borið á því að meðlimir nokkurra stjórnmálaflokka hafa allt á hornum sér þegar kemur að umræðunni um evruna, og vita fátt verra en heilbrigða og vandaða umræðu í þjóðfélaginu um gjaldmiðilsmál. Þessar gagnrýnisraddir eru oftar en ekki að segja okkur hinum að þessi mál séu bara alls ekki til umræðu núna. Er kannski verið að verja hagsmuni fárra á kostnað almennings? Evru fylgir ábyrgð En fyrir okkur hin sem fáum laun okkar í krónum gæti upptaka evru bætt kjör okkar með lægra verðlagi, stöðugra gengi, lægri vaxtakostnaði og því að losa okkur alveg við verðtryggð lán sem ég geri ráð fyrir að fáir sakni nema helst fjármálastofnanir. Þetta hefur verið raunin í löndum þar sem evran hefur verið tekin upp sem lögeyrir og sama kæmi til með að gerast á Íslandi. En upptaka evru kefst meira aðhalds og ábyrgðar í ríkisfjármálum og það gæti orðið áskorun fyrir alþingismenn sem hafa farið frjálslega með fjármuni ríkisins og hafa komist upp með að fella gengið þegar búið er að gera í brókina og senda reikninginn til almennings eins og sagan ber vitni um. Fram til ársins 1922 var íslenska krónan jafnverðmæt dönsku krónunni. Í dag fæst fyrir 100.000 íslenskar krónur um það bil 5.300 danskar krónur. Nýir tímar Í dag eru fyrirséðar miklar breytingar í atvinnumálum þjóðarinnar með tilkomu fjórðu iðnbyltingarinnar sem þýðir að við verðum meira tengd og háð alþjóðasamfélaginu með viðskipti og ýmis konar samvinnu. Þá hefur vægi sjávarútvegs og landbúnaðar dregist töluvert saman síðustu ár sem þýðir að við verðum að treysta á aðrar útflutningsgreinar til að skapa gjaldeyri. Okkur vantar fleiri betur launuð og fjölbreytt störf til að halda í unga fólkið okkar. Nýjar atvinnugreinar eru að koma sterkt inn eins og hugverkabúnaður, stór verkefni í heilbrigðisgeiranum, ýmislegt tengt tækni og internetinu, og ekki má gleyma kvikmyndaiðnaðinum. Til að þessar greinar dafni og hafi möguleika í samkeppni við erlend fyrirtæki þurfa þau aðgang að evru og svipuðum vaxtakjörum og eru í boði í löndunum í kringum okkur. Höfundur er áhugamaður um gjaldmiðilsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll að verðlag á Íslandi er hærra en víðast annars staðar. Okkur er sagt að launin séu há og vissulega koma oft margar krónur í launaumslagið en við fáum óþarflega lítið fyrir þær. Af hverju er verðlag svona hátt hér á landi og hefur verið svo lengi sem menn muna og þá sérstaklega matarverð? Er þetta eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við um ókomna framtíð? Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi og er auk þess fljótandi á markaði og þarf því ekki mikla innkomu eða útflæði gjaldeyris á markaðinn til að hreyfa töluvert við genginu. Hátt vaxtastig, verðtryggð lán og verðbólga Það felur í sér mikinn kostnað og fórnir fyrir land og þjóð að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Stuðningsmenn krónunnar halda því fram að umhverfi okkar sé það ólíkt öðrum Evrópuríkjum og að við þurfum að hafa þann möguleika að fella krónuna. Hafa kjör almennings batnað við gengisfellingu og aukna verðbólgu? Eða er verið að verja hagsmuni einhverra aðra en almennings? Þurfum við alltaf búa við hátt vaxtastig og verðtryggð lán? Þó svo að vægi verðtryggðra lána hafi minnkað eitthvað undanfarið þá erum við flest enn í þeirri stöðu að þurfa að greiða húsnæðislán okkar tvöfalt til þrefalt til baka ólíkt nágrannaþjóðum. Þeir sem eldri eru muna eftir mikilli verðbólgu, verðtryggðum lánum og reglulega rausnarlegum gengisfellingum á árum áður. Er eðlilegt að við sem búum á þessu landi þurfum að bera mun meiri vaxtakostnað en löndin í kringum okkar og búa bið óvæntar launalækkanir sem gengisfellingar hafa í för með sér? Dýr króna Því fylgir því mikill kostnaður fyrir Seðlabanka Íslands að halda varagjaldeyrissjóð sem getur numið allt að 1000 milljörðum eftir aðstæðum í þjóðfélaginu. Einnig má benda á gjaldtöku bankana við kaup og sölu gjaldeyris. Þetta eru stórar upphæðir fyrir þjóðfélagið á ári hverju og gerir lítið annað en að hækka verðlag og auka verðbólgu. Það er hins vegar ekki víst að bankarnir séu spenntir fyrir því að missa þessar tekjur. Eru einhverjir hópar sem hafa hag af því að Ísland noti sinn eigin gjaldmiðil? Eru hérna einstaklingar sem eru með það rúm fjárráð að geta nýtt sér gengissveiflur til að kaupa og selja gjaldeyri og jafnvel fjárfest í íbúðarhúsnæði þegar markaðurinn er í lægð og selt þegar verð hækkar? Hverjir hafa talað hæst á móti upptöku evru á Íslandi? Eru það hópar sem hafa hag af óbreyttu ástandi? Eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og taka sín lán erlendis en borga laun og innlendan kostnað í krónum? Þessi lýsing getur átt við sjávarútveg, stóriðju og stóru útflutningsfyrirtækin. Það hefur líka borið á því að meðlimir nokkurra stjórnmálaflokka hafa allt á hornum sér þegar kemur að umræðunni um evruna, og vita fátt verra en heilbrigða og vandaða umræðu í þjóðfélaginu um gjaldmiðilsmál. Þessar gagnrýnisraddir eru oftar en ekki að segja okkur hinum að þessi mál séu bara alls ekki til umræðu núna. Er kannski verið að verja hagsmuni fárra á kostnað almennings? Evru fylgir ábyrgð En fyrir okkur hin sem fáum laun okkar í krónum gæti upptaka evru bætt kjör okkar með lægra verðlagi, stöðugra gengi, lægri vaxtakostnaði og því að losa okkur alveg við verðtryggð lán sem ég geri ráð fyrir að fáir sakni nema helst fjármálastofnanir. Þetta hefur verið raunin í löndum þar sem evran hefur verið tekin upp sem lögeyrir og sama kæmi til með að gerast á Íslandi. En upptaka evru kefst meira aðhalds og ábyrgðar í ríkisfjármálum og það gæti orðið áskorun fyrir alþingismenn sem hafa farið frjálslega með fjármuni ríkisins og hafa komist upp með að fella gengið þegar búið er að gera í brókina og senda reikninginn til almennings eins og sagan ber vitni um. Fram til ársins 1922 var íslenska krónan jafnverðmæt dönsku krónunni. Í dag fæst fyrir 100.000 íslenskar krónur um það bil 5.300 danskar krónur. Nýir tímar Í dag eru fyrirséðar miklar breytingar í atvinnumálum þjóðarinnar með tilkomu fjórðu iðnbyltingarinnar sem þýðir að við verðum meira tengd og háð alþjóðasamfélaginu með viðskipti og ýmis konar samvinnu. Þá hefur vægi sjávarútvegs og landbúnaðar dregist töluvert saman síðustu ár sem þýðir að við verðum að treysta á aðrar útflutningsgreinar til að skapa gjaldeyri. Okkur vantar fleiri betur launuð og fjölbreytt störf til að halda í unga fólkið okkar. Nýjar atvinnugreinar eru að koma sterkt inn eins og hugverkabúnaður, stór verkefni í heilbrigðisgeiranum, ýmislegt tengt tækni og internetinu, og ekki má gleyma kvikmyndaiðnaðinum. Til að þessar greinar dafni og hafi möguleika í samkeppni við erlend fyrirtæki þurfa þau aðgang að evru og svipuðum vaxtakjörum og eru í boði í löndunum í kringum okkur. Höfundur er áhugamaður um gjaldmiðilsmál.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun