Hvað ef spáin okkar rætist? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. október 2022 08:00 Það er enginn hægðarleikur að skyggnast inn í framtíðina þessa dagana. Framvinda innrásarinnar í Úkraínu, erfiðleikar í viðskiptalöndunum okkar og kjarasamningalotan framundan er meðal þess sem getur haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis næsta kastið. Það má þó reyna og í liðinni viku birtum við í Greiningu Íslandsbanka þjóðhagsspá fyrir árin 2022-2024. Í henni er spáð fyrir um allt frá gengi krónunnar, verðbólgu og vöxtum til fjölda ferðamanna og þróunar íbúðaverðs. Tiltölulega bjartsýn Heilt yfir spáum við nokkuð bjartri tíð, ekki síst í samanburði við löndin í kringum okkur. En hvaða áhrif mun það hafa á heimilin í landinu rætist spáin okkar? Verðbólgan í rétta átt Hvaða máli skiptir verðbólgan? Verðbólga endurspeglar hvernig kostnaður við daglegt líf okkar er að þróast. Í mikilli verðbólgu verður dýrara að vera til og borga reikninga auk þess sem sparnaðurinn okkar getur rýrnað og launin dugað skemur en ella. Þess vegna veldur mikil verðbólga skaða í heimilisfjármálunum og við viljum hafa hana sem hóflegasta. Spáin: Við spáum því að 12 mánaða verðbólgan (hækkun verðlags síðustu 12 mánuði) hafi náð toppi í 9,9% í júlí síðastliðnum. Hún mældist 9,7% í ágúst og 9,3% í september. Þetta eru góðar fréttir og við spáum því að áfram dragi úr verðbólgunni næstu mánuði og hún verði komin í rétt ríflega 5% í lok næsta árs. Þegar verðbólga er meiri en launahækkanir, eins og okkur sýnist hún ætla að verða í ár, er talað um að dragi úr kaupmætti launanna okkar. Hann ætti þó að taka að vaxa á ný strax á næsta ári samhliða minnkandi verðbólgu og við ættum að þá að fá meira fyrir launin okkar. Vextir verða áfram háir Hvaða máli skipta vextir? Vextir eru leiguverð á peningum. Þegar þeir hækka verður dýrara að taka lán og betra að spara. Hversu mikið dýrara og betra fer eftir því hver verðbólgan er á sama tíma og þegar vextirnir eru hærri en verðbólgan er talað um jákvæða raunvexti. Spáin: Við spáum því að nú séum við að sigla inn í tímabil þar sem raunvextir á hávaxtareikningum verði jákvæðir í fyrsta sinn í langan tíma. Seðlabankinn beitir stýrivöxtum sínum til að hafa áhrif á aðra vexti sem okkur bjóðast og okkur þykir líklegt að þeir verði hækkaðir lítilsháttar til viðbótar. Ef allt gengur upp og hratt dregur úr verðbólgu ættu vextir að byrja að lækka að nýju upp úr miðju næsta ári. Áfram eru þó líkur á að þeir verði umtalsvert hærri en þeir voru þegar Covid stóð sem hæst. Þetta þýðir að vænlegra verður að spara en oft áður og að sama skapi dýrara að taka lán. Húsnæðislán með breytilegum vöxtum verða því áfram dýrari en í Covid sem og fastvaxtalán þegar binditíma lýkur. Þessir tiltölulega háu vextir eru skýr skilaboð um mikilvægi þess að forðast greiðsludreifingar og fleiri neyslulán og spara þess í stað fyrir útgjöldum. Stuðinu á íbúðamarkaði er lokið í bili Hvaða máli skiptir íbúðaverð? Miklar verðhækkanir á íbúðamarkaði eru stór þáttur í þeirri miklu verðbólgu sem við höfum séð upp á síðkastið. Þær gera okkur erfiðara um vik að komast inn á íbúðamarkaðinn og stækka við okkur en hafa að sama skapi aukið eignir þeirra sem eiga fasteignir og þeirra sem minnkað hafa við sig. Spáin: Okkur sýnist tímabili mikilla verðhækkana lokið. Síðustu tvo mánuði hefur hægt á hækkunum til muna og jafnvel orðið vart við verðlækkanir, einkum á sérbýli. Hvort verð muni lækka eitthvað, standa í stað eða hækka lítillega er erfitt að segja en svo virðist þó sem íbúðaverð muni frekar verða til þess að draga úr verðbólgu á næstunni en knýja hana áfram eins og undanfarin misseri. Þetta eru góðar fréttir fyrir kaupendur á markaði og sömuleiðis okkur öll, því verðbólgan hefur með beinum eða óbeinum hætti áhrif þvert á samfélagið. Hagkerfið okkar stendur vel en staðan erlendis skiptir máli Hvaða máli skiptir staða hagkerfisins? Sterk staða hagkerfisins gefur okkur færi á að halda hér uppi góðum lífskjörum. Sterkt hagkerfi er forsenda fyrir góðum kaupmætti, fullri atvinnu, stöðugri krónu og öflugu velferðarkerfi svo eitthvað sé nefnt. Spáin: Ólíkt mörgum löndum í kringum okkur er hagkerfið okkar að vaxa með fremur heilbrigðum hætti. Stóran þátt í því á endurreisn ferðaþjónustunnar og nokkuð almennt góð staða almennings. Við spáum því að frá næsta ári munum við flytja út meiri verðmæti en við flytjum inn, sem mun styðja við krónuna okkar og halda henni sterkri. Kaupmáttur okkar í útlöndum verður því enn sterkur, þ.e. það verður enn tiltölulega ódýrt að ferðast og flytja inn vörur. Samhliða vexti hagkerfisins aukast verðmæti til skiptanna og ættum við öll að njóta þess. Þó við séum eyja erum við þó ekkert eyland í þessum skilningi. Afar viðkvæm staða í þeim löndum sem við verslum hvað helst við, svo sem í Bretlandi, getur haft nokkur áhrif á okkur, til dæmis með því að minnka svigrúm fólks til ferðalaga hingað til okkar dýra lands og aukin alþjóðleg verðbólga skilar sér beint í hillur verslana hér heima. Hagur okkar allra veltur því að nokkru leyti á því hversu vel eða illa efnahagsástandið í löndunum í kringum okkar þróast. Almennt talað og ekki síst í samanburði við flest okkar viðskiptalanda sýnist okkur framtíðin hér heima björt. Það skortir vissulega ekki blikurnar á lofti og spár eiga það til að reynast misnákvæmar en ef við höldum rétt á okkar málum hér heima og umheiminum ber gæfa til að bæta ekki á ófarir sínar er ástæða til bjartsýni. Samanborið við aðstæður undanfarinna ára þurfum við vissulega að huga betur að heimilisfjármálunum, enda dýrt að vera í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en til allrar hamingju eru mál þó að þróast í rétta átt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Það er enginn hægðarleikur að skyggnast inn í framtíðina þessa dagana. Framvinda innrásarinnar í Úkraínu, erfiðleikar í viðskiptalöndunum okkar og kjarasamningalotan framundan er meðal þess sem getur haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis næsta kastið. Það má þó reyna og í liðinni viku birtum við í Greiningu Íslandsbanka þjóðhagsspá fyrir árin 2022-2024. Í henni er spáð fyrir um allt frá gengi krónunnar, verðbólgu og vöxtum til fjölda ferðamanna og þróunar íbúðaverðs. Tiltölulega bjartsýn Heilt yfir spáum við nokkuð bjartri tíð, ekki síst í samanburði við löndin í kringum okkur. En hvaða áhrif mun það hafa á heimilin í landinu rætist spáin okkar? Verðbólgan í rétta átt Hvaða máli skiptir verðbólgan? Verðbólga endurspeglar hvernig kostnaður við daglegt líf okkar er að þróast. Í mikilli verðbólgu verður dýrara að vera til og borga reikninga auk þess sem sparnaðurinn okkar getur rýrnað og launin dugað skemur en ella. Þess vegna veldur mikil verðbólga skaða í heimilisfjármálunum og við viljum hafa hana sem hóflegasta. Spáin: Við spáum því að 12 mánaða verðbólgan (hækkun verðlags síðustu 12 mánuði) hafi náð toppi í 9,9% í júlí síðastliðnum. Hún mældist 9,7% í ágúst og 9,3% í september. Þetta eru góðar fréttir og við spáum því að áfram dragi úr verðbólgunni næstu mánuði og hún verði komin í rétt ríflega 5% í lok næsta árs. Þegar verðbólga er meiri en launahækkanir, eins og okkur sýnist hún ætla að verða í ár, er talað um að dragi úr kaupmætti launanna okkar. Hann ætti þó að taka að vaxa á ný strax á næsta ári samhliða minnkandi verðbólgu og við ættum að þá að fá meira fyrir launin okkar. Vextir verða áfram háir Hvaða máli skipta vextir? Vextir eru leiguverð á peningum. Þegar þeir hækka verður dýrara að taka lán og betra að spara. Hversu mikið dýrara og betra fer eftir því hver verðbólgan er á sama tíma og þegar vextirnir eru hærri en verðbólgan er talað um jákvæða raunvexti. Spáin: Við spáum því að nú séum við að sigla inn í tímabil þar sem raunvextir á hávaxtareikningum verði jákvæðir í fyrsta sinn í langan tíma. Seðlabankinn beitir stýrivöxtum sínum til að hafa áhrif á aðra vexti sem okkur bjóðast og okkur þykir líklegt að þeir verði hækkaðir lítilsháttar til viðbótar. Ef allt gengur upp og hratt dregur úr verðbólgu ættu vextir að byrja að lækka að nýju upp úr miðju næsta ári. Áfram eru þó líkur á að þeir verði umtalsvert hærri en þeir voru þegar Covid stóð sem hæst. Þetta þýðir að vænlegra verður að spara en oft áður og að sama skapi dýrara að taka lán. Húsnæðislán með breytilegum vöxtum verða því áfram dýrari en í Covid sem og fastvaxtalán þegar binditíma lýkur. Þessir tiltölulega háu vextir eru skýr skilaboð um mikilvægi þess að forðast greiðsludreifingar og fleiri neyslulán og spara þess í stað fyrir útgjöldum. Stuðinu á íbúðamarkaði er lokið í bili Hvaða máli skiptir íbúðaverð? Miklar verðhækkanir á íbúðamarkaði eru stór þáttur í þeirri miklu verðbólgu sem við höfum séð upp á síðkastið. Þær gera okkur erfiðara um vik að komast inn á íbúðamarkaðinn og stækka við okkur en hafa að sama skapi aukið eignir þeirra sem eiga fasteignir og þeirra sem minnkað hafa við sig. Spáin: Okkur sýnist tímabili mikilla verðhækkana lokið. Síðustu tvo mánuði hefur hægt á hækkunum til muna og jafnvel orðið vart við verðlækkanir, einkum á sérbýli. Hvort verð muni lækka eitthvað, standa í stað eða hækka lítillega er erfitt að segja en svo virðist þó sem íbúðaverð muni frekar verða til þess að draga úr verðbólgu á næstunni en knýja hana áfram eins og undanfarin misseri. Þetta eru góðar fréttir fyrir kaupendur á markaði og sömuleiðis okkur öll, því verðbólgan hefur með beinum eða óbeinum hætti áhrif þvert á samfélagið. Hagkerfið okkar stendur vel en staðan erlendis skiptir máli Hvaða máli skiptir staða hagkerfisins? Sterk staða hagkerfisins gefur okkur færi á að halda hér uppi góðum lífskjörum. Sterkt hagkerfi er forsenda fyrir góðum kaupmætti, fullri atvinnu, stöðugri krónu og öflugu velferðarkerfi svo eitthvað sé nefnt. Spáin: Ólíkt mörgum löndum í kringum okkur er hagkerfið okkar að vaxa með fremur heilbrigðum hætti. Stóran þátt í því á endurreisn ferðaþjónustunnar og nokkuð almennt góð staða almennings. Við spáum því að frá næsta ári munum við flytja út meiri verðmæti en við flytjum inn, sem mun styðja við krónuna okkar og halda henni sterkri. Kaupmáttur okkar í útlöndum verður því enn sterkur, þ.e. það verður enn tiltölulega ódýrt að ferðast og flytja inn vörur. Samhliða vexti hagkerfisins aukast verðmæti til skiptanna og ættum við öll að njóta þess. Þó við séum eyja erum við þó ekkert eyland í þessum skilningi. Afar viðkvæm staða í þeim löndum sem við verslum hvað helst við, svo sem í Bretlandi, getur haft nokkur áhrif á okkur, til dæmis með því að minnka svigrúm fólks til ferðalaga hingað til okkar dýra lands og aukin alþjóðleg verðbólga skilar sér beint í hillur verslana hér heima. Hagur okkar allra veltur því að nokkru leyti á því hversu vel eða illa efnahagsástandið í löndunum í kringum okkar þróast. Almennt talað og ekki síst í samanburði við flest okkar viðskiptalanda sýnist okkur framtíðin hér heima björt. Það skortir vissulega ekki blikurnar á lofti og spár eiga það til að reynast misnákvæmar en ef við höldum rétt á okkar málum hér heima og umheiminum ber gæfa til að bæta ekki á ófarir sínar er ástæða til bjartsýni. Samanborið við aðstæður undanfarinna ára þurfum við vissulega að huga betur að heimilisfjármálunum, enda dýrt að vera í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en til allrar hamingju eru mál þó að þróast í rétta átt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun